Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 130
352
S A M V I N N A N
1. Fyrsta tegund samtaka meðal neytanda er sam-
eiginlegt heimilishald. — Ef margir taka sig saman um
að búa í sama húsi, nota sama eldstæði, sama matborð,
þá myndi þeir geta fullnægt þörfum sínum með minni til-
kostnaði heldur en ef hver byggi sér. Dæmin um þetta
eru deginum ljósari. Það má nefna munkana í klaustr-
inu, hermenn í herbúðum, skólafólk í heimavist o. s. frv.
En af hverju kemur þetta? Orsökin er hin sama og
sú, sem gerir stóriðjuna hagkvæmari en smáiðju, orsök,
sem þegar hefir verið rætt um í I. bindi. Sú or-
sök gildir bæði á sviði framleiðslu og neyzlu, þótt ekki
sé algerlega á sama veg.
Sameignarmenn hafa ekki heldur gleymt að benda
á, hve dýrt sé að lifa í þjóðfélögum nútímans, þar sem
fólkið skiptist í smáheimili, sem búa hvert út af fyrir sig.
Þeir telja það óhóf í húsnæði, þjónustu, viðurværi o. s. frv.
Hitt væri stór framför og velgerningur við mannkynið, ef
samlíf og samneyti kæmi í þess stað. Enginn hefir lýst
því jafnfagurlega og Fourier, þar sem hann er að lýsa
lífinu í verkamannabúðum sínum.
Þess er að gæta, að unnt er að hagnýta sér flesta þá
kosti, sem sambúð og samneyti hafa að bjóða, án þess
þó, að allir búi saman eða sitji við sama borð. Hægt er
t. d. að hugsa sér sameiginlegt eldhús og sameiginlega
þjónustu fyrir alla þá, sem búa í sama húsi, þótt hvert
heimili hafi sér íbúð og matist sér. Þetta er þegar komið
til framkvæmda víða í stórum gistihúsum, þar sem menn
búa til langframa. Slíkir lifnaðarhættir breiðast út, eink-
um í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem rík er orð-
in þörf lífsþæginda, en heimilisstörfin illa séð og dýr-
keypt.
2. önnur tegund neyzlufélaga er fólgin í samtökum
um kaup lífsnauðsynja. Án þess að búa við nokkurt sam-
líf eða samneyti, þ. e. án þess að sofa undir sama þaki
eða matast við sama borð, geta menn notið sömu hags-
bóta fyrir tilstilli kaupfélaganna. Þá taka menn
sig saman, margir eða fáir eftir ástæðum, um það, að