Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 77
S A M V I N N A N
299
verkamannsins fyrir því, að vel sé unnið og miklu afkast-
að. Og með því móti er framleiðslunni unnið tjón. Verka-
maðurinn getur ekki gert neitt tilka.Il til ágóðans af fyrir-
tækinu, því að hann hefir selt fyrirfram ávöxtinn af
vinnu sinni fyrir ákveðið verð. Þar af leiðir, að eina hvöt-
in, sem knýr hann til að vinna, er óttinn við það, að hon-
um verði sagt upp vinnunni. En þó að slík hvöt geti knú-
ið hann til að afkasta einhverri lágmarksvinnu, er næsta
ólíklegt, að hún geti knúið hann til að nota svo vel sem
unnt er framleiðslumátt sinn1). Þetta gerir vinnuna að
óþolandi byrði. Að vísu hafa menn fundið upp ýmsar að-
ferðir til þess að ráða bót á þessu, en þær hafa ekki
reynzt haldkvæmar ennþá sem komið er. Ákvæðisvinnu-
samningur er þannig í eðli sínu, að hann sviptir verka-
manninn öllum áhuga á hlutverki sínu, svo að hann lætur
sér á sama standa hvort fyrirtækinu vegnar vel eða illa.
Það er hægara að segja en gera, að sannfæra verkamenn-
ina um það, að þeir eigi engan rétt á þeim nytsemdum,
sem þeir hafa skapað með eigin höndum sínum. Og ekki
er hægt að lá þeim, þó að þeir horfi á það óblíðum aug-
um, að kynslóð eftir kynslóð af vinnuveitöndum og hlut-
höfum komi og hverfi og auðgi sig á verksmiðju þeirri
eða námu, sem þeir hafa unnið í mann fram af manni,
baki brotnu, og verið þó jafnsnauðir eftir sem áður.
Vissulega hafa þeir ekki verið annað en tæki, h a n d s,
eins og Englendingar segja. Orðið er jafnsmellið og það
er ljótt. En einmitt í þessu er fólgið aðalböl þjóðskipu-
lags vors, að menn eru notaðir sem tæki í þjónustu ann-
arra. Fyrsta boðorð siðfræðinnar, eins og Kant orðaði
það, hljóðar svo: Minnstu þess alltaf, að ná-
ungi þinn er takmark í sjálfu sér, en ekki
0 í iðnaði ber ekki enu svo mjög á því, að daglaunavinn-
an dragi úr framleiðslumagninu, af því að þar er hægt að hafa
vakandi auga á vinnunni, og þar er hægt að sannreyna árangur
vinnunnar jafnóðum. Og þar er líka mjög mikið unnið i á-
k v æ ð i s v i n n u. En við landbúnaðarstörf ber miklu meira á
þessum annmarka.