Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 63
S A M V I N N A N 285
kynni og traustari bönd tengja saman verkamenn og
vinnuveitendur.
En þessi aðferð á sér líka marga andmælendur, ann-
ars vegnar meðal frjálslyndra hagfræðinga og vinnuveit-
enda, og hins vegar meðal jafnaðarmanna og verkamanna
sjálfra.
Skiljanlegt er, að jafnaðarmenn sé þessu andvígir.
Eftir þeirra skoðun er höldsgróðinn ekkert annað en þýfi,
sem vinnuveitandinn hefir stolið frá verkamönnum. Og í
augum jafnaðarmanna er þessi úrbót ekki annað en til-
raun til þess að réttlæta þennan þjófnað með því að gera
þá, sem fyrir þjófnaðinum verða, hluttaka í honuni.
ATerkamenn óttast, að hlutdeild í ágóðanum sé ekki ann-
að en tálbeita til þess að f$ þá til þess að auka framleiðsl-
una með yfirvinnu meira en sem því nemur, er þeir fá
greitt fyrir það með ágóðahlutdeildinni.
Vinnuveitendur líta svo á, að hlutdeild í ágóðanum
sé ranglát, ef ekki kemur fram hlutdeild í væntanlegu
tapi á móti. Og umfram allt berjast þeir á móti því, að
þeir sé neyddir til að láta verkamenn sína og þar með
keppinauta sína og allan a:,:;enning fá að vita um gróða
sinn — eða þá tap, ef svo illa tiltekst, og það væri ennþá
verra, að láta allan almenning vita um það.
Frjálslyndir hagfræðingar fordæma þessa aðferð að
vísu ekki algerlega. En þeir líta þannig a hana, að hún
sé ekki annað en „rúsína“ til bragðbætis í launakerfi nú-
tímans, eins og Paul Leroy-Beaulieu sagði, alveg hliðstæð
við verðlaun þau og launabætur, sem ýmsar verzlanir
veita starfsfólki sínu. Þeir bera einnig fram þau þungu
andmæli gegn þessari aðferð, að hún geti aldrei verið
lausn vandamálsins vegna þess, að verkamenn eigi ekkert
tilkall með réttu til ágóðans, því að hann sé alls ekki
þeirra verk, heldur vinnuveitanaans. Og í raun og veru
er það svo, segja þeir, að gróðinn stafar ekki beint af
vinnunni eða meðferð efnanna, sem unnið er með, heldur
er hann árangur af því, að varan er seld á réttum stað
og réttum tíma. En það er eingöngu viðskiptaatriði, sem