Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 90
312
S A M V I N N A N
III.
Er höldsgróði réttmætur? '
Einmitt af því að höldurinn hefir á hendi aðalhlut-
verkið í atvinnulífi og viðskiptum, hvílir ábyrgð og varn-
arskylda fyrirtækisins á herðum hans; árásir beinast
fyrst og fremst að honum og tekjum hans. Og sú hug-
mvnd, sem menn gera sér um höldsgróðann, fer auðvit-
að eftir því, hverjum augum menn líta höldinn sjálfan.
1. Frönsku hagfræðingarnir (með J. B. Say í farar-
broddi) hafa gert glöggan mun á hlutverki höldsins og
hlutverki fjáreignamannsins. Það eru þeir, sem hafa að-
greint höldinn frá fjáreignamanninum og gefið honum
sérstakt nafn. Það, sem þeir telja helzta sérkenni hölds-
ins, er starf hans, og höldsgróðann telja þeir vera 1 a u n
f y r i r s t a r f i ð. En það starf er annars eðlis en lík-
ér miðað við það, að samkeppni sé fullkomlega frjáls. par með
verður höldsgróðinn að engu. — Venjulegar tekjur höldsins
verða þá þær einar, sem hann fær fyrir starf sitt eða í leigu af
fé sínu, en afgangurinn (sem menn nefna höldsgróða), er eng-
inn, nema sérstök höpp komi fyrir.
þetta virðist í fljótu hragði fjarstæða. En það skilst betur,
þegar höldsgróðinn er athugaður í einfaldasta formi sínu, þ. e.
þegar hann er greiddur sem ágóðahluti. Gerum ráð fyrir, að
tveir fjáreignamenn hefði lagt jafnstóra upphæð hvor í sama
fvrirtæki, annar í hlutabréfum, en hinn í skuldabréfum. þá
leiðir það af því, sem áður var sagt, að þessir tveir fjáreigna-
menn ætti að hafa fengið jafnmiklar tekjur af fé sínu, þegar
nógu langur tími er liðinn, t. d. fimmtíu ár. Annar hefði feng-
ið tekjur sínar í ágóðahlutum af hlutabréfunum, en hinn í
vöxtum af skuldabréfunum. Og vér þykjumst vita fyrir víst, að
reyndir viðskiptamenn styðja þessa skoðun. það er meira að
segja hugsanlegt, að tekjurnar af hlutabréfunum yrði lægri en
tekjurnar af skuldabréfunum, þegar til iengdar lætur. Mönnum
hættir alltaf til þess að vera of bjartsýnir, þegar ve! árar, en of
svartsýnir, þegar illa árar.