Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 60
282
SAMVINNAN
er veittur. Vegna þessa hlutleysis hefir Gent-aðferðin náð
miklu meiri útbreiðslu en Lyttich-aðferðin. Gent-aðferðin
hefir verið upp tekin í fjöldamörgum borgum víðsvegar
um lönd.
XI.
Hlutdeild verkamanna í ágóða fyrirtækisins.
" 'í
Vér höfum áður bent á annmarka þá, sem fylgja
launakerfi nútímans: ólík áhugaefni vinnuveitanda og
verkamanna, ónóga hagnýtingu vinnukraftanna og ónóg-
an árangur af vinnunni, sem leiðir beint af því. Menn hafa
reynt að ráða bót á þessu á tvennan ólíkan hátt.
1. Menn hafa reynt margar aðferðir til þess eins að
auka árangurinn af vinnunni með því að láta vinnulaun-
in miðast við þann árangur og hækka og lækka eftir því,
hve mikill hann er1).
a) f stað þess að greiða tímakaup, má láta vinna
ákvæðisvinnu (ackord). Þá eru vinnulaunin
ekki miðuð við vinnutímann, heldur við verkið sjálft, sem
unnið er. Þessi aðferð eykur mjög áhuga verkamannsins
á vinnunni og er því notuð meir og meir í ýmsum iðnaði.
En þó er hún nokkrum annmörkum bundin, bæði fyrir
vinnuveitanda og sömuleiðis neytendur. Með henni er
vinnumagnið tekið fram yfir vinnugæðin, og sérstaklega
á það við um þá vinnu, sem ekki er hægt að hafa beint
eftirlit með. Af þessum ástæðum er það, að ákvæðisvinna
hefir lítið verið notuð við landbúnað.
b) í stað þess að láta einstaka menn vinna ákvæðis-
vinnu, má láta flokk verkamanna taka hana að sér. Vinnu-
veitandi semur þá við hóp verkamanna, sem tekur að sér
2) Vér viljum minna hér á Taylor-aðferðina, sem áður er
nefnd, og leiðir til sömu niðurstöðu (sjá I. bindi, bls. 46, neðan-
málsgr.).