Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 80
302
SAMVINNAN
FJÓRÐI KAPÍTULI.
Höldarnir.
I.
Sögulegt ágrip um atvinnuveitendur.
Vér höfum þegar haft kynni af hinum mikilvægu
persónum, sem nefndir eru h ö 1 d a r á máli hagfræð-
innar. í bókinni um framleiðsluna var þess getið, að það
sé þeir, sem hrinda af stað allri framleiðslu. En hlutverk
þeirra er engu síður mikilvægt á sviði eignaskiptingar-
innar, því að þeir hafa á hendi það merkilega starf, að
skipta tekjunum á milli manna. Höldurinn greiðir sam-
verkamönnum sínum laun fyrir aðstoð þeirra, og sá hluti,
sem hver maður fær úr hans hendi, eru tekjur þeirra,
sem eru í þjónustu hans. Verkamanninum greiðir hann
vinnulaun, fjáreignamanninum fjárrentu, jarð-
areigandanum iarðrentu (leigu fyrir jörð og hús-
næði), sjálfur hefir hann það, sem þá verður eftir, ef það
er þá nokkuð. Sá hluti er ágóðinn, sem hann fær í sinn
hlut fyrir starf sitt, og er sá hluti nefndur h ö 1 d s-
g r ó ð i.
Stundum greiðir höldurinn samverkamönnum sínum
kaup þeirra fyrirfram í stað þess að skipta hlut þeirra á
milli þeirra eftir á. Það er t. d. algengast, að vinnulaun
sé greidd þannig, en það breytir ekki að neinu leyti hlut-
verki því, sem höldurinn hefir á hendi.
Það er líka hugsanlegt og meira að segja algengt, að
höldurinn sjálfur leggi til ýrnis framleiðslutæki. Þá er
rétt að líta svo á, að hann taki þau á leigu hjá sjálfum
sér og greiði leigu fvrir þau. Ef bókfærsla hans er í lagi,
verður hann þá að telja þar til kostnaðar rentur af íé