Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 53
SAMVINNAN
275
það fé, sem nægja myndi til þess að koma í stað vinnu-
launa heimilisföðurins, heldur aðeins það, sem nægir til
að hjálpa heimilinu að standast þann kostnað og erfið-
leika, sem af sjálfu dauðsfallinu leiðir. En þótt markið
sé ekki sett hærra, gera þessar tryggingarstofnanir mik-
ið gagn* 1).
6. Um varnir gegn atvinnuleysi.
Atvinnuleysið er sú hætta, búin verkamönnum, sem
algengust er og um leið alvarlegust. Stöðvun vinnunnar
vegna þess, að verkamönnum er sagt upp, getur verið
mjög erfið, því að verkamönnum reynist þá oftast torvelt
að fá vinnu annars staðar. Uppsögnin getur stafað af
ýmsum orsökum, svo sem af því, að vinnuleysi er á viss-
um árstímum, kreppa skellur á, sem stöðvar framleiðsl-
una eða dregur úr henni, eða þá að verksmiðjum er lok-
að vegna slysa eða óhappa, svo sem eldsvoða, gjaldþrots,
dauða vinnuveitanda o. fl.
Eftir atvinnugreinum og árstíðum er fjöldi atvinnu-
leysingja breytilegur, frá 2 og upp í 12% í æðri iðngrein-
um og getur jafnvel komizt upp í 50% eða meira í ýms-
um tímabundnum störfum, svo sem eyrarvinnu eða upp-
skipun og útskipun í hafnarbæjum. Sem betur fer eru
það ekki sömu verkamenn, sem verða fyrir atvinnulevsi
hvað eftir annað sama árið, heldur skiptist það niður á
atvinnugreinar eftir árstíðum. En þetta leiðir til þess,
sem vér höfum áður sagt, að hver verkamaður verður að
U í Frakklandi eru mörg félög til, sem nefnd eru franc
au d é c é s. þegar félagi deyr, greiða allir félagsmenn aðrir
einn franka hver, og sú upphæð er afhent ættingjum hins
látna. En þetta er ekki hægt að kalla tryggingu; það er ekki
annað en útfararstyrkur.
I Finnlandi er til samskonar félagsskapur, svonefndir b e-
gravningshjálpringar, og var sá félagsskapur mjög
útbreiddur fyrir nokkru. En vegna ýmissa annmarka, sem á
honum fundust, hefir hann horfið aftur að nokkru leyti á sið-
ari árum.
18'