Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 102
324
SAMVINNAN
vinnu eða samnýtingu, svo að þessi óréttmæti gróði hyrfi
aftur til þjóðfélagsins eða félaganna.
Einmitt þetta sjáum vér framkvæmt í neyzlufélög-
unum, og það vekur athygli manna á þeim og sýnir, að
þau eru fyrirboði nýs skipulags í viðskiptum og fram-
leiðslu. Sá ágóði, sem talizt getur gjald eða kaup fyrir
stjórn félagsins eða renta af fé fyrirtækisins, er ekki af-
numinn, af því að þess er enginn kostur, og hann er því
talinn með til framleiðslukostnaðarins. En sá ágóði, sem
stafar af heppilegri aðstöðu, lækkuðu kaupverði eða hækk-
uðu söluverði, er afnuminn. Þó að hann haldi í orði
kveðnu áfram að vera til, er hann það ekki í raun og
veru, því að hann er síðar endurgreiddur þeim, sem hann
er runninn frá upphaflega, þ. e. kaupöndunum. Hér er því
ekki lengur um ágóða að ræða, heldur það, sem Frakkar
nefna r i s t o u r n e eða trop-pergu (endurgreiðsla
eða ofheimtur).
Eftir er að vita, hvaða áhrif afnám höldsgróðans
getur haft á framleiðsluna. Þeir hagfræðingar, sem halda
fram lögmálinu um minnkandi ágóða — t. d. eins og
Stuart Mill -— þykjast sjá fyrir, að afleiðingin verði al-
menn kyrrstaða, ástandið verði svo að lokum, að framrás
iðnaðarins falli að ósi í úthaf kyrrstöðunnar. Með því
eiga þeir við það, að helzta og sterkasta aflfjöður iðnað-
aríns sé slitin, jafnskjótt og mönnum er meinað að hagn-
ast á heppilegum tilviljunum og óvæntum aðstæðum.
Þetta er mjög sennilegt, en þá munu vafalaust vekj-
ast upp aðrar hvatir, sem orðið geta til þess að efla og
örva mannlega starfsemi.