Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 92
314
S A M V I N X A N
framleiða vörur, ef enginn markaður er fyrir þær. Nú á
dögum fá því öll stórfyrirtæki á sig meiri og meiri verzl-
unarblæ. Menn þurfa að sjá fyrir hve mikið verður vöru--
magnið og hve mikil salan, finna hlutfallið nxiili fram-
leiðslu og neyzlu. Og þetta er þriðji aðalþátturinn í starfi
höldsins. Þessi spákaupmennska hefir hina mestu þýðingu
fyrir allt viðskiptalíf, því að með því móti næst jafnvægi
á framleiðslu og neyzlu, en því jafnvægi er einmitt mjög
hætt við að raskast.
Og hvað er þá um þessa skoðun að segja, sem telur
höldsgróðann vera laun fyrir sérstök störf? Hún hefir
óneitanlega við nokkur rök að styðjast. Samt sem áður
finnst oss þessi skýring ekki komast að innsta kjarna
höldsgróðans, og oss virðist hún vera hugsuð í sérstökum
tilgangi, og hann er sá, að verja ágóðann fyrir árásum
jafnaðarmanna. Ekkert af þeim störfum, sem vér höfum
nefnt hér á undan og talið vera aðalhlutverk höldsins,
svo sem uppgötvanir, verzlunarstörf og stjórn fyrirtækis,
eru þannig vaxin, að ekki mætti trúa öðrum mönnum fyr-
ir þeim, sem væri í þjónustu höldsins og launaðir af hon-
um, og nóg er til af verkfræðingum og verzlunarfróðum
mönnum, sem gæti tekið þau störf að sér. Þannig er líka
að farið í fyrirtækjum þeim, sem rekin eru með hluta-
félagssniði. En þegar höldurinn sjálfur hefir þessi stöif
á hendi, reiknar hann sér laun fyrir þau, og það fé telur
hann með til framleiðslukostnaðar en ekki höldsgróða,
eins og áður er tekið fram.
2. Jafnaðarmenn líta svo á fyrir sitt leyti, að hölds-
gróðanum sé stolið af verkamönnum.
Þegar í byrjun 19. aldar hélt Owen því fram, að
höldsgróðinn væri undirrót alls ills í atvinnu og viðskipt-
um. Og hann gerði tiiraun til að losna við hann með því
að koma á fót viðskiptastofnun, þar sem verkamenn gæti
skipt á vinnu sinni og vörum. Með því móti áttu þeir að
losna við að ganga undir ok vinnuveitandans og gjalda
honum skatt þann, sem nefndur er höldsgróði. En árás-
irnar á höldsgróðann urðu miklu áhrifameiri og harðvít-