Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 86
308
S A M V ] X X A X
koman úr þessum frádrætti verður höldsgróðinn. En
samt sem áður er þetta eitthvert erfiðasta reiknings-
dæmið í hagfræðinni.
Erfiðieikamir eru fólgnir í því, að gera sér fullkomna
og nákvæma grein fyrir því, hvað telja beri til fram-
leiðslukostnaðar. 1 fyrsta lagi — og um það er ekki að
villast — eru það v i n n u 1 a u n i n, sem höldurinn greið-
ir verkamönnum sínum. í öðru lagi eru það rentur af
r e k s t r a r f é, ef höldurinn hefir fengið það að
láni, annaðhvort allt eða nokkurn hluta þess. —
Loks er það 1 e i g a f y r i r h ú s n æ ð i, ef það er tek-
ið á leigu, eða þá j a r ð r e n t a. Þetta eru þrír aðal-
þættir framleiðslukostnaðarins. Ef menn kalla verðmæti
vörunnar fullgerðrar á markaðnum M, vinnulaunin V,
rentu af lánsfé R og leigu fyrir húsnæði eða jörð L, þá
má tákna höldsgróðann H með þessari einföldu jöfnu:
H — M — (V + R + L).
Enskir hagfræðingar, sem fylgja kenningum Ricar-
dos, hafa aftur á móti haldið því fram, að jarðrentuna
beri aldrei að telja hluta af framleiðslukostnaði, af því
að hún sé einmitt sjálf miðuð við og ákveðin af fram-
leiðslukostnaðinum. Þessi kenning er rétt, ef átt er við
aðstöðurentuna (sjá II. bindi bls. 216), en alstaðar þar,
sem jarðrentan er til komin vegna raunverulegrar einok-
unar, t. d. þar, sem um er að ræða jarðnæði eða verk-
smiðjur í stórbæjum eða við aflvötn, þar hlýtur hún að
teljast með í framleiðslukostnaði alveg eins og fjárrenta
og vinnulaun, því að þar verður höldurinn að greiða húsa-
leigu eða jarðarafgjald. Höldurinn verður því að draga
frá verði framleiðddu vörunnar allt það, sem aðstoðar-
menn hans við framleiðsluna leggja til, það liggur í aug-
um uppi.
En höldurinn leggur að jafnaði eitthvað til s j á 1 f-
u r, ef til vill jarðnæðið og húsin, ef til vill allt féð eða
nokkurn hluta þess að minnsta kosti — og alltaf leggur
hann fram einhverja vinnu sjálfur við að hrinda fyrir-
tækinu af stað og stjórna því. Á þá ekki að telja með