Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 117
S A M V I N N A N
339
forði hagfræðinnar og erfitt að nefna hugtökin hæfilegum
nöfnum1).
3. Algengt er einnig að villast á áhrifum þeim, sem
neyzlan hefir á framleiðsluna. En það er augljóst, að
neyzlan er takmark framleiðslunnar og eina skynsamlega
ástæðan til hennar. Þegar mennimir hætta að éta brauð
og annan kornmat, munu þeir ekki framar sá komi. Og
þegar það er ljóst, að neyzlan er upphaflegur tilgangur
framleiðslunnar, þá hlýtur hún einnig að vera sú orsök,
sem kemur henni af stað og ýtir henni áfram. Af því
leiðir, að bezta ráðið til þess að örva framleiðsluna er
það, að auka neyzluna. Af þessum ástæðum er það, eins
og síðar verður sýnt, að almenningur er gjam á að sjá
í gegnum fingur um alla eyðslu og dæmir hana furðu
vægilega.
Það er vafalaust, að mikil neyzla örvar mjög fram-
leiðsluna. Dæmið um það er deginum ljósara í Bandaríkj-
unum. En hér er þó þess að gæta, að framleiðslan er ekki
óþrotleg. Framleiðsluþættirnir eru ekki fleiri en þeir, sem
vér höfum áður nefnt, vinnan, náttúran og féð. Og það
er augljóst, að neyzlan getur ekki aukið við neinn af þess-
um þremur þáttum. Hins vegar er það svo, að hver einn
af þessum þremur framleiðsluþáttum eyðir hinum og etur
þá upp. Ef þessir þættir framleiðslunnar væri þannig gerð-
ir, að þeir væri óþrotlegir og forði þeirra yxi því meir,
sem meira væri af þeim tekið — þá væri réttmætt að halda
því fram, að því meiri sem neyzlan yrði, því meira yrði
framleitt. En nú er þetta ekki svo. Enginn mundi voga
sér að fullyrða, að því meiri ávexti sem maður tíndi, því
meira yxi af þeim í aldingarðinum, því meira sem veitt
J) Sumir hagfræðingar nefna þetta (að sá korni) e n d u r-
skapandi neyzlu, (r e p r o d u k t i v) til aðgreiningar frá
þeirri neyzlu, sem beinlínis fullnægir þörfum manna; hana
kalla þeir aftur á móti óskapandi neyzlu (impro-
duktiv). En aðeins hina síðarnefndu er rétt að nefna
neyzlu.
99.