Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 70
292
S A M V I N N A N
það hefir kostað mikla elju og fórnarlund. Það er ekki
heldur unnt að gera ráð fyrir því almennt. — Eða á að
fá til þess lán hjá ríkinu? Tilraun um það var gerð 1848,
en þær tvær miljónir, sem lánaðar voru, urðu ekki happa-
sælar þeim félögum, sem fengu þær. Nú á tímum lánar
franska ríkið árlega framleiðslufélögunum nokkur hundr-
uð þúsund franka, sem þau virðast nota vel.
Annars geta vel skipulögð verkamannafélög, sem
einu sinni hafa sýnt, hvað þau geta, auðveldlega aflað
sér nauðsynlegs lánsfjár, annaðhvort með því að stofna
samlagsbanka (slíkur banki er þegar til í Frakklandi),
eða með því að leita til samvinnufélaga þeirra eða
neyzlufélaga, sem hafa yfir miklu fé að ráða. (Sjá kafl-
ann um neyzlufélög hér síðar í bókinni).
b) Annar örðugleikinn er skortur viðskipta-
v i n a. Framleiðslufélög verkainanna eru venj ulega ekki
nógu vel úr garði gerð til þess að framleiða ódýrt og við
hæfi hins fjölmenna og fátæka hluta neytandanna. Og
hins vegar eru þau ekki nógu kunn að nafni og vörumerki
til þess að draga að sér viðskipti hinna auðugu skiptivina-
Frönsku félögunum varð það til happs, að þau náðu í við-
6kipti við ríkið og sveitirnar. Og einmitt það varð til þess,
að mörg framleiðslufélög í Frakklandi hafa þrifizt, sem
annars mundu hafa farið forgörðum. En á meðan þau
þurfa slíkrar hjálpar við, eru þau ekki svo vel sett sem
skyldi.
c) Þriðji örðugleikinn er skortur verkamannastétt-
arinnar á viðskiptalegu uppeldi. Sá skortur
hefir ýmsar afleiðingar: Verkamenn hafa ekki alltaf
þeim mönnum á að skipa, sem geti tekið að sér stjóm og
handleiðslu iðnfyrirtækis; — þó að slíkir menn sé til,
hafa hinir ekki vit á að velja þá eða halda þeim til fram-
búðar, heldur verða yfirburðir þeirra mjög oft orsök til
þess, að þeim er hafnað; — jafnvel þótt slíkir menn sé
valdir til stjómar og viðurkenndir yfirburðir þeirra, er
þeim neitað um þá hlutdeild í ágóðanum, sem þeim ber
með réttu fram yfir hina, af því að yfirburðir andlegrar