Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 27
S A M V I N N A N
249
stunda hvíld og átta stunda svefn). Fyrir kröfugöngum
þessum standa áróðramenn úr jafnaðarmannaflokki, sem
líta svo á, að þessi umbót megi verða til þess að þroska
erfiðismenn líkamlega og andlega, frelsa þá að nokkru
leyti undan þrælkun auðvaldsins og búa þá undir baráttu
í þjóðfélagsmálum og stjórnmálum1).
Hin atriðin, sem ríkið hefir látið til sín taka til þess
að vemda verkamenn, getum vér ekki rætt nánar hér.
Aðalatriði löggjafarinnar í þeim efnum eru þessi: Ákvæði
til varnar gegn slysum við vinnuna eða því, sem kallað
er v i n n u h æ 11 a, og er vinnuveitöndum með þeim lögð
sú skylda á herðar að láta gæta fyllstu varúðar við vélar
og önnur hættuleg áhöld og þvíumlíkt. Til þess að vinna
á móti því, að upp komi sjúkdómar í sambandi við vinn-
una eða sýkingarhætta geti af henni stafað, fyrirskipar
löggjöfin, hve rúmgóðar vinnustofurnar skuli vera og
setur önnur ákvæði um þær, sem nauðsynleg eru holl-
ustu vegna2). Erfiðasta vinnan, svo sem námuvinnan er
háð nánari reglugerðum og fyrirskipunum. Þegar það
liefir viljað við brenna, að vinnuveitandi hefir ekki alltaf
greitt vinnulaun í peningum, heldur neytt verkamenn til
þess að taka við þeim eða að minnsta kosti nokkrum
hluta þeirra í vörum, hefir löggjöfin í mörgum löndum
gripið fram í í þessu efni og bannað slíkt og skyldað
vinnuveitanda til þess að greiða vinnulaunin öll í pening-
um (Sjá um þetta II. bindi, bls. 297).
*) í gömlu ensku kvæði er viðlagið þetta:
' Eight hours to work, eight hours to play,
eight hours to sleep, eight shillings a day.
(átta stundir til vinnu, átta stundir til leika, átta stundir til
svefns, átta skildingar á dag). Hér eru átturnar orðnar fjórar,
en sú síðasta er af öðru tagi.
2í í Finnlandi var sett ný reglugerð árið 1914 um vinnu-
hættu, og hefir hún verið í gildi síðan í ársbyrjun 1916. Aðal-
efni hennar eru ákvæði til þess að varna slysum og öðru tjóni
í sambandi við vinnuna, ásamt kröfum um það, að vinnu-
stofur séu rúmbetri en áður tíðkaðist.