Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 49
SAMVINNAN
271
sjálfur, þá kemur þessi styrkur til uppbótar, þangað til
náð er vissu marki, þar sem styrkurinn hættir. Hámark
styrksins er 5 sh. á viku, en það samsvarar 325 frönkum
á ári, og 95% styrkþega fá þessa upphæð. Réttur til
styrks er bundinn aðeins ýmsum siðferðilegum skilyrð-
um, er t. d. ekki veittur betlurum. Verkamenn og jafn-
aðarmenn taka vitanlega þetta enska kerfi langt fram
yfir hin, sem nefnd voru, en það liggur þungt á fjárhag
ríkissjóðsins1).
Enska kerfið er í raun og veru ekkert annað en fá-
tækraframfæri. En á vorum dögum eru menn þeirrar
skoðunar, að fyrirhyggja eigi að koma í stað fátækra-
styrks og samvinna í stað góðgerðastarfsemi. Að vísu
fá fátæk gamalmenni einnig styrk eftir þýzka ellitrygg-
ingarkerfinu, að því leyti, sem vinnuveitendur og ríki
leggja fram fé til þess. Það er alltaf styrkveiting, þegar
menn taka við meira en þeir hafa lagt fram sjálfir. Hins
vegar verða menn að viðurkenna það, að skyldubundin
ellitrygging stendur í rökréttu sambandi við styrktar-
skylduna, því að ef ríkið skuidbindur sig til að styrkja
hvert þurfandi gamalmenni, þá hefir það rétt til þess á
rnóti að þröngva hverjum þegni til þess að fórna ein-
hverju, svo að sú byrði verði léttari.
4. Ö ry rhjatrygglng.
Algerð fötlun frá vinnu getur stafað af ólæknandi
sjúkdómi, af slysum, sem valda limlestingum, af ellihrörn-
un, eða einhverjum meðfæddum annmarka, svo sem hjá
þeim, sem eru fæddir daufdumbir, blindir, vanskapaðir,
fábjánar eða örvitar. Hið síðasttalda eitt, þegar menn
eru fæddir með einhverjum annmarka, er sérstök teg-
x) í Englandi hafa útgjöldin við þetta farið fram úr áæil-
un. Árið 1912 voru þau 313 miljónir franka og skiptust á milli
942000 manna. í Ástralíu voru útgjöldin ánð 1910 38 miljónir,
sem skiptust milli 65000 manna, eða því sem næst 600 frankar
á mann.