Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 67
S A M V I N N A N
280
-íið1), eða þá þegar lokið er innborgun hlutafjárins. Ef
svo væri að farið, ætti ekki að gefa hlutabréfin út á nöfn
-einstakra manna, heldur á alla verkamenn í fyrirtækinu
sameiginlega — eða ef til vill á stéttarfélagið sem þeir
•eru í.
Það er örðugra en halda mætti, að telja verkamenn
á að gerast hluthafar í fyrirtækinu, sem þeir vinna við2).
Yfirleitt hafa þeir sýnt litla viðleitni á að nota sér tæki-
færi til þess, þar sem þess hefir verið kostur. Það sést
bezt á því, að menn hafa sums staðar neyðzt til að gera
þeim það að skyldu. Menn hafa gert verkamenn að hlut-
höfum nauðuga viljuga, með því að verja ágóðahluta
þeirra í hlutabréf fyrirtækisins3). Auðvitað má efast um
bæði siðferðilegar og félagslegar verkanir þeirrar lausnar
á málinu, sem grípur til þess úrræðis, að gera verkamenn
að hluthöfum og félögum vinnuveitanda, þvert ofan í
vilja þeirra.
Ef þessi aðferð er sett í samband við hlutdeildina í
ágóðanum og öllu hagað svo, að hún verki sjálfkrafa svo
lengi sem verða vill, án þess að það sé takmörkum bund-
ið, hve mikið verkamenn megi eiga í fyrirtækjunum, þá
er augljóst, að það hlýtur að leiða til þess fyrr eða síð-
ar, að vinnuveitendur hverfi úr sögunni og fyrirtækin
breytist í framleiðslufélag með samvinnusniði. 1 raun og
veru hafa beztu og öflugustu framleiðslufélögin orðið til
x) Hvað er á nióti því? það er líka til, að fjáreignamönn-
um eru afhent ókeypis hlutabréf.
2) Tregða verkamanna á því, að gerast hluthafar í fyrir-
tækinu, stafar ekki eingöngu af óvildartilfinningu þeirri, sem
þeir bera tii allrar samvinnu við vinnuveitandann, heldur
-einnig af annari ástæðu, iniklu algengari og eðlilegri. Og það
er óttinn við það, að ágóðinn eða hlutdeildin í gróðanum tap-
ist. Ef illa fer ívrir fvrirtækinu, kemur það tvöfalt niður á
verkamönnunum. þeir missa þá bæði atvinnuna og fé sitt.
3) Svo hefir t. d. verið gert við gas-hlutafélagið í Lundún-
um, en þar hefir þessi aðferð tekizt einna bezt. þar urðu
menn að gera verkamönnum að skyidu að verja að minnsta
iiosti helmingi ágóðahlutanna í hlutabréf í fyrirtækinu.
i4«M