Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 99
S A M V I N N A N
321
IV.
Afnám vinnuveitingar og höldsgróða.
Tillögurnar um afnám vinnuveitingar eru jafnal-
gengar meðal jafnaðarmanna og tillögur þeirra um af-
nám launakerfisins. En þó fer það tvennt ekki saman,
eins og búast mætti við í fljótu bragði. Vinnuveiting
gæti hæglega horfið úr sögunni án þess að launakerfið
væri afnumið. Afnám launakerfisins, vinnuveitingar og
höldsgróða eru að vísu náskyld viðfangsefni, en þau eru
þó sundurgreinileg og sérstæð hvert fyrir sig.
Afnám vinnuveitingar felur ekki í sér annað en það,
að í stað einkafyrirtækja kæmi samnýting. Ekki er um
það að efast, að slíkt væri framkvæmanlegt. Það gerist
nú á dögum í stórum stíl, og margir frjálslyndir hag-
fræðingar eru á einu máli með jafnaðarmönnum um það,
að því muni verða haldið áfram út 1 yztu æsar. En þá
skoðun teljum vér samt ósannaða enn. Og augljóst er, að
í hlutafélögum er hvorki afnumið launakerfið né hölds-
gróðinn.
Jafnaðarmenn líta svo á, að aukning og þróun hluta-
félaganna sé sönnun þess, að í framtíðinni verði vinnu-
veitandinn með öllu óþarfur og að hann sé ekkert annað
en sníkjudýr. Þeir segja, að hlutafélagið sé ekki vinnu-
veitandi í þeirri merkingu, sem hagfræðingar leggja í
það, þ. e. a. s. bæði eigandi og stjórnandi fyrirtækis í
senn, sem hirðir höldsgróðann, en lætur koma þar í móti
daglega vinnu sína. Vinnuveitandinn er horfinn, eða
réttara sagt, að hann hefir breytzt í launaða forstjóra
og verkfræðinga annars vegar, en hóp iðjulausra hlut-
hafa hins vegar, sem eru alls ókunnir hver öðrum og vita
oft ekki annað um félagið, sem þeir eru hluthafar í, en
nafn þess, sem skráð er á hlutabréfin í skápnum þeirra.
Þessir menn mega gjarnan missa sig og starfsemi fyrir-
tækisins mun haldast óbreytt ef'tir sem áður. En skoðun
21