Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 66
288
SAMVINNAN
ókleift, því að hvernig ætti verkamenn að greiða töpin,
þegar þeir eiga ekkert fé til þess? Og hvernig gæti vinnu-
veitandi viðurkennt hlutdeild verkamanna í stjórn og
rekstri fyrirtækisins ? En þessa tvo örðugleika má þó
yfirvinna með því móti, að verkamenn gerist fjáreigna-
menn, þ. e. a. s. að þeir eigi hlutabréf í fyrirtækjum þeim,
sem þeir vinna við. Með því móti hefði þeir hlutdeild í
stjórn fyrirtækisins og tæki sinn þátt í töpum þess eins
og aðrir hluthafar. 1 Englandi er þetta nefnt c o p a r t-
nership (á frönsku actionnariat ouvrier)1).
Erfiðleikamir við framkvæmd þessara hluta eru, eins
og vænta má, aðallega fólgnir í því að útvega verkamönn-
um fé til þess að kaupa hlutabréfin fyrir. Einfaldasta
ráðið til þess er að láta þá hafa hlutdeild í arðinum —
og nota ágóðahlutann til þess að kaupa fyrir hann hluta-
bréf í fyrirtækinu. En möguleiki er til þess að komast
hjá þeirri aðferð. Til dæmis má gera þeim auðveldara að
eignast hlutabréf með því að gera þau svo smá, að spari-
fé verkamanna nægi til þess að eignast þau smátt og
smátt.
Líka hefir verið bent á þá aðferð, að úthluta verka-
mönnum vissum fjölda af ókeypis hlutabréfum í hverju
því fyrirtæki, sem rekið er með hlutafélagssniði. Það
mætti gera þegar í upphafi, um leið og félagið er stofn-
vinnulaununum. þessa viðbót hefði verkamenn þá getað feng-
ið, ef öllum gróða hefði verið skipt á milli þeirra. í staðinn
fyrir, að fá 4 franka á dag, hefði þeir fengið 5. Óneitanlega er
það talsverður tekjuauki, miklu meiri en ölflaskan, sem sum-
ir liafa sagt, að yrði þeirra eini ágóði, ef almennt fjámám
færi fram hjá vinnuveitöndum. En samt sem áður er þessi
tékjuauki allmiklu minni en halda mætti, ef menn tryði á
predikanir jafnaðarmanna.
2) Um þetta efni má lesa eftir Granier, Les actions
du travail (1910), ennfremur samnefnt rit eftir Anton-
e 11 i, og ritgerð eftir höfund þessarar bókar; sú ritgerð er í
Revue d’Economie politique, í janúar 1910, og heitir
Actionnariat ouvrier.