Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 13
S A M V I N N A N
235
vegna er það líka alstaðar svo, þar sem menn skilja, hvað
í gerðardómnum felst, að verkamenn eru vanir að taka
upp vinnu aftur samdægurs og menn koma sér saman
um að leggja deiluna fyrir gerðardóm1).
Af þessum atriðum sést það, að gerðardómurinn er
miklu veigameiri og mikilvægari, og um leið er það viður-
hlutameira fyrir báða aðilja að leggja deiluna fyrir liann
en að leita sáttasamninga, því að með honum er gert ráð
íyrir því, að málið sé að öllu leyti lagt undir úrskurð
óvilhalls og óviðkomandi manns. En af sömu orsökum er
gerðardómur einnig miklu áhrifameiri. Þess vegna er það
eðlilegt, að menn spyrji sem svo, hvort ekki sé fuli
ástæða til að skylda báða aðilja, þ. e. a. s. vinnuveitendur
og verkamenn, til þess að leggja deilur sínar í gerðardóm.
í mörgum löndum hafa menn sett skyldubundinn
gerðardóm en aðeins í þeim deilum, sem mikilvægastar
eru, t. d. þegar árekstur verður milli ríkisins sjálfs og
þjóna þess og starfsmanna, eða — verkföllum, sem
snerta mjög velferð allrar alþýðu (svo sem .íárnbrautar-
verkföll o. fl.). I Danmörku er fyrirsldpaður .gerðardóm-
ur með lögum, alltaf þegar um heildarsamninga er að
ræða, þ. e. a. s. lögin veita þeim aðilja, sem telur sig
órétti beittan, rétt til þess að draga hinn aðiljann fyrir
gerðardóm.
En hlutverk dómarans er allt annað í almennum mál-
um en í gerðardómnum, þar sem hann á að dæma í deilu
milli fjár og vinnu. í almennum málum dæmir hann eftir
skráðum lögum eða að minnsta kosti eftir almennum
réttai'venjum, sem hafa unnið sér hefð. En í gerðardómn-
J) þannig er það að minnsta kosti í Englandi, og í Ástralíu
éru lagaákvæði, sem skylda menn til þess. Um það atriði mun-
um vér ræða nánar síðar. En í Fraklandi er þessu allt öðm-
visi háttað, þvi að verkamenn þar taka ekki upp vinnu, þó að
samþykkt hafi verið að leggja deiluna í gerðardóm. þeir haía
meira aö segja sýnt tregðu í að taka upp vinnu eftir að gerðar-
dómur var fallinn, þegar hann gekk þeim ekki að óskum.