Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 88
310
S A M V r N N A N
svo í hverju fyrirtæki, sem hefir bókfærslu í góðu lagi, að
höldurinn reiknar sér til góða rentur af því fé, sem hann
leggur sjálfur í fyrirtækið. — En sú renta verður að
reiknast allmiklu hærri en venjuleg renta, vegna þess að
ýmsar ástæður eru fyrir hendi, sem hækka hana. 1 fyrsta
lagi verður að afrita nokkuð af því fé, sem lagt er í hús
og vélar fyrirtækisins, vegna þess að hús og vélar fyrn-
ast. I öðru lagi þarf að kosta einhverju til tryggingar
fénu gegn væntanlegu tapi, ef fyrirtækið heppnast ekki
eða fer á höfuðið. I þriðja lagi þarf fé til tryggingar gegn
óvissunni um ágóða, sem hlýtur að fylgja hverju fyrir-
tæki; algengt er t. d., að ágóðinn sé lægri en venjulegir
lánsvextir. Ef vér t. d. gerum ráð fyrir, að fyrirtæki
gangi svo misvel, að það gefi ekki af sér neinn arð nema
að meðaltali annað hvert ár, þá yrði höldsgróðinn að vera
tvisvar sinnum hærri en venjuleg renta, t. d. 10% í stað
5%, til þess að meðaltekjur höldsins samsvöruðu venju-
legum vöxtum. En þótt höldsgróðinn væri þetta hár ann-
að hvert ár, þá væri það enginn raunverulegur gróði, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft. Það kemur hér fram sami mis-
munur, sem er á vöxtum af skuldabréfum og ágóðahluta
af hlutabréfum (sjá næstu athugagrein).
Persónulega vinnu höldsins sjálfs er aftur á móti erf-
iðara að meta til peninga. Hvaða laun á hann að fá að
réttu lagi? Flestir hagfræðingar svara því svo: Hann á
að fá söniu laun sem hann yrði að greiða öðrum, sem
hefði hæfileika þá, sem nauðsynlegir eru til þess að vinna
sama verk, manni, sem gæti verið forstjóri fyrirtækisins
og stjórnað því að öllu leyti. — Líka mætti miða laun
hans við það, hvers hann myndi krefjast sjálfur, ef hann
gengi í þjónustu annara. Að vísu er þetta mat á launum
höldsins mjög af handa hófi. En til eru þó þeir höldar,
sem bókfæra laun handa sjálfum sér og telja þau með
til framleiðslukostnaðar. En laun þau, sem höldurinn
reiknar sér, eru hærri en þau, sem hann myndi greiða full-
trúa, jafnhæfum til starfsins; og jafnvel eru þau hærri