Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 75
SAMYINNAN
297
réttlátari laun, segja þeir, alveg- eins og framboð og- eftir-
spura hlýtur að ráða verði á kornvörum og steinkolum,
eða réttlátum tekjum fjáreignamannsins, sem lifir á vöxt-
um af fé sínu.
Kaþólska stefnan viðurkennir, að núverandi launa-
kerfi sé réttmætt, og meira að segja til orðið fyrir hand-
leiðslu forsjónarinnar sjálfrar, þar eð það láti fátæka og
ríka vinna saman. En ákvörðun um það, hve há vinnu-
launin eru, ber hvorki að fela á vald duttlungum þeim,
sem skapast af framboði og eftirspurn, né heldur frjálsu
samkomulagi milli verkamanna og vinnuveitanda, sem
oft leiðir til kúgunar. Hið bezta væri að réttlát laun yrði
aftur ákveðin á sama hátt og á gildistímunum, en á með-
an svo er ekki, er heppilegast, að ríkið taki í taumana og
geri það.
Jafnaðarmenn líta aftur á móti svo á, að núverandi
launakerfi sé ekki annað en sögulegt fyrirbrigði, það sé
þriðja tímabil þróunarinnar, hin fyrri tvö tímabilin hafi
verið þrælahaldið og átthagafjötramir. f líkingu við þau
bæði eigi þetta einnig eftir að líða undir lok, það eigi að
víkja fyrir nýju þjóðskipulagi, þar sem verkamenn njóti
sjálfir alls arðsins af vinnu sinni, eftir að þeir eru orðn-
ir eigendur framleiðslutækjanna. Það, sem einkennir nú-
verandi fyrirkomulag, er það, að dómi jafnaðarmanna,
hve háðir verkamenn hljóta að vera vinnuveitanda, og
hve mikinn skatt hann tekur af þeim með því, að leggja
undir sig mikinn hluta arðsins af vinnu þeirra. En þessi
skattur, hvort heldur hann nefnist höldsgróði, fjárrenta
eða jarðarafgjald, er óaðskiljanlegur einkaeigninni; eina
ráðið til þess að losna við hann er því það, að afnema
einkaeignina.
Samvinnustefnan lítur eins á þetta og jafnaðarmenn
að því leyti, að hún telur launakerfi nútímans ekki til
írambúðar, það sé aðferð, sem stafi af hinu fjármagnaða
skipulagi, sem nú á sér stað. Hún gleymir því aftur á móti
ekki, að launakerfi nútímans hefir bætt mjög vinnulaun