Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 170
392
SAMVINNAN
mörgum, og það, sem almennt er, svo sem sjúkdómar og
dauði, kemur sjaldan niður á mörgum í einu. Það getur
því nægt, að hver einstakur leggi lítið eitt af mörkum,
til þess að upphæðin, sem safnast þegar saman kemur,
nægi til þess að bæta tjónið, eða slysin, þegar þau stinga
sér niður hér og þar. T. d. má benda á, að upphæð, sem
ekki nemur þúsundasta hluta af húsverði, er næg til þess,
að hægt sé að bæta húsið að fullu, ef það brennur, svo
framarlega sem samtökin um tryggingarnar ná til nógu
margra húseiganda. Og sama er að segja um hvert ann-
að tjón sem er. Það er einmitt á þessu, sem tryggingaiTi-
ar eru grundvallaðar.
Tryggingin er undursamleg uppfinning og einhver
merkilegasta tegund samvinnu og samtaka. Hún er í því
íólgin að gera hið mesta tjón óskaðlegt (auðvitað aðeins
fjárhagslega), tjón, sem hefði gert hvern einstakan mann
að öreiga. En tjóninu er með tryggingunni skipt niður á
fjölda manna, og hver einn þarf ekki að gi’eiða af hendi
nema lítið eitt. En ekki má þó gera allt of mikið úr kost-
um trygginganna. Tryggingin gerir ekki annað en að
vemda þann, sem fyrir tjóninu verður, frá eignamissi og
ef til vill fátækt, en sparsemin leiðir af sér auknar eignir.
Og tryggingin verkar aðeins á hag einstaklingsins, hún
getur ekki komið í veg fyrir tjónið sjálft, húsið, sem
brennur, er úr sögunni, og skipið, sem sekkur, er týnt og
tapað. Tjónið er því algert fyrir þjóðfélagið, enda
þótt tryggingin geti bætt einstaklingnum það
að mestu eða öllu leyti1). Samt sem áður verður eigna-
tjónið ekki eins þungbært fyrir þjóðfélagið vegna þess,
*) Tjón þjóðíélagsins minnkar ekki við trygginguna, heldur
eyksl, því að við það bætist tryggingarkostnaðurinn, sem verð-
ur að teljast til gjalda af þjóðfélagsins hálfu.
Og ef til vill verður tryggingin til þess að draga úr varnar-
ráðstöfunum gegn tjóni, því að ef vel er tryggt, kæra menn
sig minna. Af slíkum ráðstöfunum mætti nefna slökkvilið.
björgunarbáta,. vita, eldtrausta skápa o. fl.