Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 144
366
S A M V I N N A N
þessi fjárhæð er geymd í hirzlu kaupandans eða listsal-
ans? Málverkið sjálft er aðalatriðið. Hefir það kostað lista-
manninn meiri vinnu og fé en nautn sú er verð, sem það
veitir? Vissulega ekki. Það er aðalsmerki listarinnar, að
hún nær miklum árangri með litlum tilkostnaði.
V.
Skaðsemdaineyzla. Vínnautn.
Til er sú neyzla, sem er meira en munaðar, neyzla,
sem skaðleg er heilsu neytandans eða siðferði. Augljóst
er að erfitt muni vera að setja glögg mörk á milli, og
um þau má ávalt deila, ekki sízt vegna þess, að skað-
semin stafar frekar af ofneyzlu en neyzlu í sjálfu sér.
Er það t. d. ekki ofneyzla eða misnotkun að eyða meira
en 500 miljónum franka á einu ári fyrir tóbak í Frakk-
landi ?
Sérstaklega er það ein tegund neyzlu, sem mjög er
útbreidd, en felur í sér hættu fyrir þjóðfélagið, það er
v í n n a u t n i n. Á 19. öldinni ferfaldaðist vínnautn í
Frakklandi, og árið 1900 var hún komin upp í hér um bil
5 lítra af hreinum vínanda á mann. Eftir aldamót fór
hún minnkandi og var komin niður í 3Vs lítra á mann
árið 1907, svo að menn héldu, að þessi mikla landplága
væri að ganga um garð. En næsta áratug þar á eftir óx
hún aftur upp í 4 lítra á mann. Það er há tala, þegar
þess er gætt, að þessir 4 lítrar samsvara 10 lítrum af
brennivíni. Og þegar frá eru taldar konur og börn, eða
með öðrum orðum þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar, þá
verður meðalvinneyzla á hvern fullorðinn karlmann 50
lítrar af brennivíni eða 2000 „snapsar“.
Hinar óheillavænlegu afleiðingar vínnautnarinnar þurfa
ekki að vera í beinu hlutfalli við það, hve neyzlan er
mikil. Þannig var t. d. vínnautn um tíma mest á mann
að meðaltali í Danmörku, enda þótt hún stæði flestum