Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 15
SAMVINNAN
237
aftur þverskölluðust þeir við að hlíta úrskurði dómstóls-
ins. Menn neyddust þá til að beita þá afarkostum, svo sem
&ð viðhafa sektarákvæði laganna og dæma menn í háar
sektir, 250 franka á mann eða 12500 franka á stéttar-
félag, eða þá að þeir voru þvingaðir til hlýðni með öðrum
ráðum* 1).
Hvemig sem á er litið, geta Ástralíuríkin ekki talizt
fyrirmynd fyrir stærri ríki í þessum efnum, því að miklu
hægara er að halda aga og reglu í smáríkjum sem þeim,
þar sem allur verkalýður er í stéttarfélögum. Þar þarf
iðnaðurinn ekki heldur að óttast erlenda samkeppni.
En sé það nú ekki heppilegt, að koma á skyldubundn-
um gerðardómi, mætti hugsa sér í þess stað skyldubundna
sáttasamninga, þ. e. a. s. að báðum aðiljum væri stefnt
fyrir sérstakt ráð, sem léti fram fara yfirheyrslur eins
og tíðkanlegt er í almennum málfærslum. Hvorugur aðili
væri neyddur til samkomulags, ra það einfalda atriði, að
þeir kæmi saman og væri yfirheyrðir í heyranda hljóði,
gæti haft góðar afleiðingar. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika
í framkvæmdum, virðist oss þessi aðferð vera heillavæn-
legust af öllu því, sem reynt hefir verið til þess að koma
í veg fyrir verkföll2).
x) Svo var t. d. gert í hinum miklu verkföllum námumanna
í Nýja-Suður-Wales (1909—10) og sporvagnaverkfallinu í Bris-
bane árið 1912.
2) I Svíþjóð voru sotí lög um sáttauinleitanir í vinnudcilum
árið 1906. Aðaltilgnngur þeirra laga er sá, að koma eftir fremsta
megni í veg fvrir vinnudeilur, þó ekki með þvingunarráðstöf-
unum gegn öðrum hvorum aðilja, heldur með því að reyna að
miðla málum og koma á sættum, sem báðir megi vel við una.
Lögin fyrirskipa sáttasemjara, sem hafi til umráða viss héruð
i ríkinu. Sáttasemjarar þessir eru sjö talsins í öllu ríkinu. Og
þeim er gert að skyldu, að fylgja með mestu athygli öllu atvinnu-
ástandi í sínu héraði, og þegar deilur verða milli verkamanna
og vinnuveitanda, sem nokkuð kveður að, eiga þeir að kalla
þá á sinn fund og bjóða þeim til umræðu og samninga um deilu-
málin og reyna með því móti að binda enda á deiluna. Ef ekki
næst samkomulag, á sáttasemjari að hvetja báða aðilja til þess
að leggja deiluna í gerð. — í Danmörku eru tvenn lög til um