Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 131
S A M Y I N N A N
353
kaupa í félagi annaðhvort allar lífsnauðsynjar sínar eða
nokkurn hluta þeirra. Vörurnar eru keyptar við heildsölu-
verði og því ódýrari en ella mundi.
Mestur hluti kaupfélaga hefir það að aðalmarkmiði
að lækka verð lífsnauðsynja; og til eru þau kaupfélög —
sum gríðarstór — sem stofnuð eru í þeim tilgangi ein-
um1). Árangur þessa félagsskapar er heldur ekkert smá-
ræði, því að verðlækkunin nemur frá 5—15%. En mark-
mið kaupfélaganna er þó annað og meira.
Upphafsmaður þeirra er enski jafnaðarmaðurinn
P.ob. Owen, og það er hið alkunna félag T h e R o c h-
dale Equitable Pioneers stofnað 1844), sem
orðið hefir öðrum til fyrirmyndar2). Flest kaupfélög eru
sniðin eftir hinni svonefndu Rochdale-fyrirmynd, og
helztu einkenni hennar eru þessi:
1. selt gegn staðgreiðslu, aldrei lánað.
2. selt gegn venjulegu smásöluverði, ekki innkaups-
werði; það er gert til þess að ná verzlunarhagnaði.
3. ágóðanum skipt í hlutfalli við verzlunarveltu hvers
félagsmanns, ekki í hlutfalli við upphæð þá, sem hann hefir
lagt í félagið; af því fé fást aðeins sanngjamir vextir.
4. nokkur hluti ágóðans er notaður til þess að mennta
félagsmenn og auka þekkingu þeirra3).
Óbeinir kostir þessarar félagsstarfsemi eru þeir, sem
nú skal greina:
*) Sem dæmi má nefna kaupfélög embættismanna i Lund-
únum, sem eru að verzlunarveltu á borð við Bon-Marché og
Louvre í París, ennfremur mörg svipuð félög í öðrum löndum.
En samvinnumenn telja þó slík félög lægri tegund samvinnu-
félagsskapar.
2) Sjá The Co-operative Movement in Great
Wholesale Societes Limited, England and
S c o 11 a n d.
a) í Belgíu er merkasta kaupfélagið Vooruit í Gent.
par eru kaupfélög mjög með samfélagssniði. Mestur hluti ágóð-
ans er notaður til útbreiðslu jafnaðarstefnunnar, og sá hluti,
sem gengur beint til félagsmanna, er ekki greiddur í pcning-
um, heldur í ávísunum á vörur í sölubúðum félaganna.
23