Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 145
SAMVINNAN
367
Evrópulöndum framar um meðalæfilengd, viðkomu,
menntun og félagsmál1). En hvað um það, vínið er
gróðrarstía allra þeirra vondu fræja, sem til eru í hverju
þjóðfélagi. Það eykur tilhneigingu til afbrota, sjálfs-
morða, brjálæðis, ofbeldis og iðjuleysis ekki hvað sízt.
Mörg eru þau ráð, sem reynd hafa verið gegn þessu
átumeini þjóðfélaganna, en ekkert þeirra hefir borið
fullan árangur. Ráðin má flokka, sem hér segir:
1. Bann gegn sölu og tilbúningi á-
f e n g r a d r y k k j a. Slíkt bann hefir verið reynt í
nokkrum löndum (Bandaríkjunum, Finnlandi, Noregi, ís-
landi), en er sumsstaðar afnumið aftur (í Noregi, Finn-
landi). Sums staðar hafa einstök héruð eða sveitir komið
vínbanni á hjá sér. Lögfest bann hefir yfirleitt lítinn á-
rangur borið annan en þann, að það hefir alið af sér
launsölu og heimabrugg. Staðbundið bann (t. d. innan
sveitarfélags) hefir aftur á móti borið betri árangur, af
því að það nýtur stuðnings í almenningsálitinu. Bann
gegn tilbúningi áfengra drykkja reynist erfiðara og erfið-
ara, eftir því sem mönnum lærist betur eiming vínanda.
Menn geta nú á dögum framleitt vínanda úr fjöldamörg-
um efnum, flestum auðfengnum.
2. Fækkun vínsölustaða. Þetta ráð gefst
allvel, þar sem sala áfengra drykkja er talin venjulegur
atvinnuvegur; svo sem er í Frakklandi, Belgíu, Englandi
og mörgum fleiri löndum2). Þó er þess ekki að vænta, að
vínnautn minnki til muna með þessu ráði. Neytendurnir
rata til vínsölustaðanna fyrir því, og nokkrum sporum
fleira eða færra gerir þeim hvorki til né frá. En með því
að fækka vínsölustöðum ætti að gæta minna áhrifa þeirra
x) þó var sá skuggi á, að sjálfsmorð voru þar mjög tíð
(232 á hverja miljón íbúa; það svipað og í Frakklandi, á sama
tíma voru samsvarandi tölur 89 í Englandi og 45 í Noregi.
2) I Frakklandi eru yfir 500000 vínsölustaðir; í Englandi
eru þeir yfir 100000.