Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 9
SAMVINNAN
231
hafa alið upp neytendurna. Það er einmitt almenningur,
sem menn verða að setja traust sitt til í því, að jafna
deilurnar milli fjárins og vinnunnar.
Verkföllum fjölgar jafnt og stöðugt á síðari árum,
svo að ískyggilegt má teljast. Skýrslur frá öllum lönd-
mn sýna það, að þau fara sívaxandi. En ekki virðist rétt
að skella skuldinni fyrir það á herðar stéttarfélögunum,
því að vei’kföll eru eins tíð í þeim iðngreinum, sem stund-
aðar eru af verkamönnum utan félagsskapar, eins og í
hinum, þar sem félagssamtök eru í blóma. Og í Englandi,
því landinu, sem stéttarfélagahreyfingin hefir fest dýpst-
ar rætur, var mjög lítið um verkföll lengi vel. Það virðist
bví, að verkföllin sé frekar háð fjárhagslegum ástæðum,
og af þeim ástæðum má telja fyrsta og fremsta þá, hve
höldsgróðinn hefir aukizt, en það er aftur afleiðing af iðn-
framförunum. Það er auðvitað algerlega réttmætt, að
verkamenn reyni að hafa sjálfir hag af góðu tímunum.
Og því meiri ástæða er til þess fyrir þá, að einmitt þá eru
mest líkindi til þess, að verkföllin heppnist.
Ennþá er samt mikið um það deilt, hversu mikil áhrif
verkföll geti haft á hækkun vinnulauna. Frjálslyndir hag-
fi'æðingar leg’gja lítinn trúnað á, að svo geti veríð, því að
eins og áður er sagt, halda þeir því fram, að hæð vinnu-
launa, eins og vöruverð, sé ákveðið af náttúrulögmálum,
Ekki má dæma um gagnsemi verkfallanna eftir því einu,
hve mörg þeirra eru talin hafa heppnazt og hve mörg
misheppnazt, eftir skýrslum að dæma*). Eitt einasta verk-
fall, sem heppnazt hefir, getur orðið orsök til hækkunar
á vinnulaunum í mörgum óskyldum atvinnugreinum.
Annars er það síður verkfallið sjálft en sí-yfirvofandi
verkfallshætta, sem leiðir til hækkunar á vinnulaunum,
x) Eftir fjölda skýrslna í þessu efni virðist rétt að telja, að
20% verkfalla hafi heppnazt, en 45% algerlega misheppnazt.
það, sem eftir er, 35%, hefir heppnazt að nokkuru leyti með til-
slökunum á báðar hliðar. Á meira en helmingi verkfallanna,
stundum 2/s þeirra, vinna þvi verkamenn meira eða minna sér
til hagsbóta.