Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 138
360
S Á M V I X X A X
svo sem mannúðarstofnana, sparisjóða, eins og í Belgíu,.
eða ríkistryggingasjóða, eins og- í Þýzkalandi, eða annarra
almennra sjóða og jafnvel fátækrafjár, eins og í Frakk-
landi1).
3. Fjáreignamenn og mannvinir geta einnig hjálpað
til að bæta úr húsnæðisskortinum, bæði með því að stofna
byggingafélög eða sjóði, þar sem innieigendur láta sér
nægja lága vexti af fé sínu, t. d. 3%; eða þá með dánar-
gjöfum eftir sinn dag. Ef til vill geta menn ekki varið
fé sínu betur í þarfir þjóðfélagsins á neinn annan hátt.
Og með því móti er engu fórnað. En því miður er það
ennþá allt of sjaldgæft, að menn gefi fé eftir sinn dag
til slíkra hluta. Slík stofnun sem hér um ræðir er hin al-
þekkta Peabodysstofnun hjá Lundúnum, reist fyrir ná-
lægt 40 árum fyrir 12>/2 miljón franka. Þar eru yfir 6000
íbúðir, sem geta hýst 20000 manns. Svipuð stot'nun var
reist í París 1904. Það var Rothschild, sem henni kom upp.
Þar eru bústaðir fyrir 2000 manns.
4. Loks geta sveitarfélög eða ríki hjálpað til að bæta
úr húsnæðisvandræðum, annaðhvort með því að láta reisa
íbúðarhús eða með því að útvega byggingarfélögum ódýrt
lánsfé eða b.vggingarlóðir.
Margar borgir í Englandi, Þýzkalandi og Sviss hafa
gripið til þessa ráðs. Þær hafa blátt áfram neyðzt til þess.
Til þess að geta lokað óhollum íbúðum urðu þær að koma
með aðrar betri í staðinn. Bæjar- eða sveitarfélög geta
stutt byggingarfélögin á ýmsan hátt. Þau geta t. d. keypt
lóðirnar og notið þá um leið hagnaðarins af verðhækkun
þeirra og komið í veg fyrir, að þær lendi í höndum ein-
stakra manna, sem braska með þær. 1 Þýzkalandi er það
J) Neyzlufélög með samvinnusniði (kaupfélög) geta einnig
látið reisa hús lianda félagsmönnum sínum. Tilgangur þeirra
er einmitt sá að útvega félagsmönnum allt það, sem þeir þurfa
til lífsins, og hvers vegna ætti þau ekki að sjá þeim fyrir húsa-
kynnúm? Ensku nevzlufélögin hafa reist fjölda bústaða, ann-
aðhvort beinlinis ('ða veitt lán til þeirra.