Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 119
S A M V 1 N N A N
341
una auðskildari, en ekki til þess að tölurnar séu teknar
bókstaflega:
Fólksfjöldinn eykst þannig: 1, 2, 4, 8, 16, 32, 64 . .
Framleiðsla lífsviðurværis eykst þannig: 1, 2, 3, 4,
5, 6, 7 o. s. frv.
Malthus reiknaði með því, að á milli hverra tveggja
talna í þessum röðum, lægi tuttugu og fimm ára tímabil.
Af því dró hann þá ályktun að eftir tvær aldir yrði hlut-
fallið á milli fólksfjölda og lífsviðurværis 256 á móti 9,
eftir þrjár aldir 4096 á móti 13, og eftir tvö þúsund ár
yrði munurinn geysimikill og varla tölum yfir hann komið.
Þess ber að gæta, að Malthus gerði ekki ráð fyrir
neinni hættu í þessum efnum fyrr en að löngum tíma liðn-
um. En hann þóttist geta sannað, að allt stefndi að þessu
og hefði gert svo lengi sem sögur fara af. Og jafnvægið
taldi hann hafa haldizt fyrir þá sök eina, að mannkynið
hefði alltaf við og við orðið fyrir blóðtökum, sem fækkuðu
því að miklum mun, svo sem styrjöldum, drepsóttum,
hungurneyð, kynspillingu, örbirgð og öðru slíku. Og frá
sjónarmiði hans má telja allt slíkt sem nokkurs konar
varnarráðstafanir af hendi forsjónarinnar1).
En Malthus væntir þess, að mannkyninu muni vaxa
vit til þess, þegar fram líða stundir, að finna varnir gegn
fólksfjölguninni í stað þessara óviðráðanlegu þrenginga,
sem nú voru nefndar. Og hann ræður til þess að grípa til
s i ð f e r ð i 1 e g r a r þ v i n g u n a r, þ. e. a. s. að
menn kvænist ekki fyrr en þeir eiga næg efni til þess að
sjá börnum sínum farborða. Þessa þvingun vill hann hafa
siðferðilega, en ekki lögskipaða, ekki þannig, að lögin
banni mönnum hjúskap nema þeir eigi vissar eignir,
eins og tíðkazt hafði áður í ýmsum borgum Þýzkalands.
x) Frá forsjóninni er þetta talið koma, ekki aðeins af því,
að það heldur við jafnvægi milli framleiðslu og neyzlu, heldur
einnig af því, að það verði mannkyninu yfirleitt til styrktar
með því að velja þá úr, til tortímingar, sem veikastir eru og
viðnámsminnstir. Alkunna er það, að Maltkus hafði áhrif á
Darwin; hann hefir sjálfur viðurkennt, að svo hafi verið.