Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 42
264
S A M V I N N A N
Enda þótt lífeyririnn væri lækkaður niður í 1 franka á
dag og ekki væri hugsað fyrir öðrum en verkamanninum
einum, gæti aldrei dugað til þess minna sparifé en 40
frankar á ári, þegar bezt léti. Og ef verkamaður tryggir
sér ellistyrk þannig og deyr svo of fljótt, þá væri þessu
fé á glæ kastað og kæmí hvorki honum né venzlamönnum
hans að notum.
f öllum löndum hefir fyrirhyggja einstakra manna í
þessum efnum reynzt ónóg — jafnvel í Frakklandi, þar
sem eftirlaun hafa þó svo mikið aðdráttarafl, að þau ein
nægja til þess að draga fjölda manns í þjónustu ríkisins,
sem láta sér lynda mjög lág laun alla sína æfi, aðeins til
þess að eiga viss eftirlaunin.
Menn hafa bent á margar lausnir á þessu viðfangs-
efni. Þeim má skipta í þrjá flokka:
a) Skyldutryggingar. Eftir þeirri aðferð er
verkamönnum og öðrum þeim, sem hafa ámóta tekjur,
gert að skyldu að tryggja sig gegn ellinni.
Til þess að fá ellistyrk, er þess þá krafizt, að verka-
maðurinn hafi innt af hendi ákveðinn fjölda iðgjalda.
Hins vegar er vinnuveitandi einnig skyldaður til að leggja
fram fé á móti, og ríkið tekur einnig þátt í kostnaðinum.
Og með því móti verður unnt að lækka svo skyldugjöld
verkamannsins, að honum verði ekki um megn að greiða
það af hinum lágu launum sínum. Vinnuveitanda er þá
falið að sjá um greiðslu iðgjaldanna, sem verkamenn
hans eiga að greiða, og gerir hann það með því að draga
þá upphæð frá launum þeirra.
Það mætti kalla þetta þýzku aðferðina, því að það er
þýzka ríkið, sem gekk á undan um skyldutryggingar,
einnig þessa tegund trygginga. Tryggingarskyldan nær í
þýzkalandi til allra verkamanna og annarra, sem vinna
hjá öðrum, ennfremur til ýmissa sjálfstæðra framleið-
anda, og er miðað við það, að tekjur sé ekki yfir 2000
mörk á ári. Tryggingarskyldan byrjar við 16 ára aldur.
Ellitryggingin er þar höfð í sambandi við öryrkjatrygg-
inguna (sjá kaflann um hana hér á eftir). Ellistyrkur er