Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 116
338
S A M V I N N A N
Þegar svo stendur á, að neyzlan hefir eyðingu nyt-
semda í för með sér, hafa hyggnir menn oft fundið ráð
til þess að hagnýta leifarnar og úrganginn. Úr tuskum er
gerður pappír, úr matarleifum áburðarefni, úr kolarusli
ilmvörur og litir, úr eldhúsúrgangi sápur og kerti og svo
mætti lengi telja. Möguleikarnir að hagnýta úrgangina
fela í sér orsakimar að yfirburðum stóriðjunnar. Þar
sem allt er hagnýtt út í yztu æsar, fer engin nytseimd
forgörðum, en allar taka þær sífelldum breytingum.
Kenningin um neyzluna verður því kenning um megin-
breytingar nytsemdanna.
2. Ekki má heldur rugla saman neyzlu og framleiðslu.
Annars mætti halda, að ekki væri hætt við slíkum rugl-
ingi, en samt sem áður kemur hann oft fyrir.
I hvert skipti sem einhver nytsemd er framleidd, fer
fram neyzla á efnivörum, svo sem kolum o. fl. Athafna-
lífið er lokaður hringur. Maðurinn framleiðir sér til neyzlu,
og neyzlan er skilyrði þess, að hægt sé að framleiða. Þessi
staðreynd er svo augljós, að sumir hagfræðingar hafa
þess vegna villzt á neyzlu og framleiðslu, t. d. talið það
neyzluathöfn að sá korni; aftur hafa aðrir, svo sem Jevons,
talið ýmsa neyzlu til framleiðsluathafna. Þeir hafa litið
svo á t. d., að fæða sú, sem verkamenn neyta, teljist til
þess fjár, sem nefna mætti fyrirframgreiðslu fyrir vinn-
una.
En til þess að hér verði glögg takmörk, verða menn
þó að hugsa sér eitthvert upphaf og endi, þar sem annað
byrjar og hitt hættir. Og síðasta takmark allra athafna
er maðurinn sjálfur. Þá fyrst, þegar nytsemdin er bein-
línis hagnýtt af manninum, er um beina neyzlu að ræða.
Allt þar til, hversu mörgum breytingum sem hún kann
að taka, er hún að framleiðast. Hreyfingar sáðmannsins,
þegar hann sáir korni sínu, eru einhver fullkomnasta
framleiðsluathöfn, sem hægt er að hugsa sér. Sá mis-
skilningur, að halda það neyzluathöfn, og rugla þar með
saman tvennu svo ólíku, að sá komi og éta korn, verður
ekki réttlættur með öðru en því, hve fátæklegur sé orða-