Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 122
344
SAMVINNAN
málum um aukningu fólksfjöldans. Poul Leroy-Beaulieu
heldur hví fram, að hið rétta lögmál sé það, að viðkoman
standi í öfugu hlutfalli við siðmenninguna, og með sið-
menningu á hann við velgengni, bókfræðslu og þróun
nýrra lýðfrelsishugmynda. Þetta lögmál er ef til vill all-
mjög sniðið í samræmi við franskan hugsunarhátt, því
að til eru þau lönd, sem standa Frakklandi feti framar
að bókfræðslu og jafnvel efnalegri velgengni, en fólks-
viðkoman þó allhá (t. d. Norðurlönd, Þýzkaland (fyrir
stríð), Holland o. fl.).
Af skýrslum um þetta efni má draga þessar álykt-
anir:
1. Fæðingar eru færri hjá efnastéttunum en fátæku
stéttunum, og yfirleitt fækkar þeim hjá öllum, eftir því
sem velmegun eykst. Þetta er sýnt og sannað, því að eft-
ir því sem vinnulaun hækka, aðhyllist verkamannastéttin
meir og meir þá kenningu, að takmarka beri bameignir.
2. Að öðra jöfnu virðist fæðihgum fækka örar í lýð-
ræðislöndum. í Bandaríkjum Ameríku og Ástralíu eru
þær litlu fleiri en í Frakklandi. Þetta hafa menn viljað
skýra með því, að fækkun fæðinga auki möguleika ein-
staklinganna til velmegunar, þar sem ómegðin haldi
mönnum niðri efnalega. Og þetta nær ekki síður til kvenna
en karla, kvenfrelsishreyfingin, sem er eins konar lýð-
frelsishreyfing, dregur konuna frá hinni eðlilegu starf-
semi hennar, að vera móðir og eiginkona, og veitir henni
í þess stað kost á að gegna ýmsum störfum öðrum í þjóð-
félaginu.
Sú regla gildir í öllum löndum, að viðkoman hjá
verkamannastéttinni minnkar eftir því sem velmegun
eykst og afkoma batnar. — Á útlendu máli er nafnið
proletariat stundum notað um þessa stétt. Það þýð-
ir barnastétt, proles = barn, afkomandi. — Eftir
kenningum Malthus’ hefði þó mátt ætla, að því betri sem
afkoman yrði, því fleiri yrði bömin. En á þessu sést, að
um leið og velmegun vex, þá vex einnig fyrirhyggjan um