Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 101
S A M V I N N A N
323
sagt hægt að reka flugstarfsemi með samvinnusniði alveg
eins og sporvagna, jámbrautir eða verzlun, sem nú er
rekið af héruðum eða þjóðum í heild.
Þó að vinnuveiting yrði afnumin, þyrfti það ekki
nauðsynlega að leiða til þess, að höldsgróði yrði afnum-
inn. Hlutafélögin sýna það og sanna, því að hvergi er
höldsgróðinn meiri en þar, þótt hann sé þar nefndur á-
góðahluti. En þá komum vér að þeirri spumingu, hvort
höldsgróðinn sé ekki dauðadæmdur samt sem áður.
Það virðist ekki ósennilegt, og því er spáð úr ýms-
um áttum, að hann muni hverfa. Það eru ekki aðeins jafn-
aðarmenn, heldur einnig ýmsir hagfræðingar, sem spá því.
Þeir halda því fram, að höldsgróðinn hljóti að fara lækk-
andi alveg eins og rentufóturinn — að undanskildum fá-
einum undantekningum, eins og t. d. þegar stórkostlegur
uppfinningar geta hækkað hann rétt í bili. Vér höfum áð-
ur sýnt, að sumir hagfræðingar, svo sem Walras, ganga
svo langt, að þeir telja það stærðfræðilega sannanlegt, að
höldsgróðinn rninnki niður í ekki neitt, ef frjáls-
samkeppni ræður óhindruð — reyndar er frjáls sam-
keppni og algerlega óhindruð ekki til nema á pappírnum.
Þessir spádómar eiga við að sumu leyti, en ekki öllu.
Sá höldsgróði, sem vér teljum eðlilegan og réttmætan, er
ekki annað en kaup fyrir vinnu við að stjórna fyrirtækinu
og sjá um það, ennfremur þóknun fyrir áhættuna, og er
þvi rétttalinn með til framleiðslukostnaðarins. Og vér höf-
um áður haldið því fram, að sá höldsgróði verði aldrei af-
numinn, þar eð hann er bundinn við það, sem telja verð-
ur nauðsynleg skilyrði framleiðslunnar.
Það er því um það eitt að ræða, að afnema það, sem
vér höfum nefnt ágóða-auka, þ. e. þann höidsgróða, sem
á rætur sínar að rekja til misjafnrar aðstöðu og heppi-
legra skilyrða sumra framleiðanda og sömuleiðis einokun-
ar í einhverri mynd. Og vér getum vel fallizt á, að þessi
gróði megi hverfa, hvort heldur væri með því að afnema
alla einokun eða með einhverjum öðrum ráðum, t. d. sam-
21