Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 18
240
S A M V I N N A N
útbreiða umbætur þær, sem gerðar hafa verið í hverju
landi, með því að koma á milliríkjasamningum um sams
konar umbætur í fleiri löndum.
Með þessu viljum vér alls ekki halda því fram, að
ríkin hafi verið ein í ráðum með að koma þessum umbót-
um á. Vér höfum áður minnzt á, að jafnvel vinnuveit-
endur hafa lagt sinn skerf til með vinnureglunum, og því
má við bæta, að fram á síðari tíma hafa vinnuveitendur
verið einráðir um vinnuhætti og haft þá eftir geðþótta
sínum. Hins vegar eru það stéttarfélögin, sem nú orðið
ráða meira og meira um vinnuhætti með heildarsamning-
um þeim, sem þau þvinga vinnuveitendur að ganga
að. Sú breyting hefir orðið við það, að verkamenn
tóku að bindast samtökum sín á milli. Frjálslyndir hag-
fræðingar fullyrða jafnvel, að sameiginlegar aðgerðir
verkamanna og vinnuveitanda nægi til þessara hluta, og
óþarft sé að láta ríkið blanda sér í málin. Og róttækir
verkalýðsmenn eru á sömu skoðun. Þeir líta svo á, að
verkamannastéttin geti sjálf komið fram öllum þeim mál-
um, sem henni eru til hagsbóta, og þeir láta í ljósi dýpstu
fyrirlitningu á öllum þeim umbótum, sem ríkið vinnur að,
og sömuleiðis á öllum þeim mönnum, sem trúa því, að þær
megi að gagni koma.
Saga hagfræðinnar sannar það nú samt, að lagasetn-
ing hefir að gagni komið í þessum efnum. Þegar menn
vilja færa það fram til andmæla, að í Englandi hafi lögin
ekki takmarkað vinnutíma fullorðinna manna, og samt
hafi þeim tekizt fyrir löngu að fá vinnutímann styttan
niður í 9 stundir á dag, þá gleyma menn því, að England
var fyrsta landið, þar sem vinnutími barna og unglinga
var styttur með lögum, og þessi stytting verkaði aftur
á vinnutíma fullorðinna karlmanna. í Frakklandi er langt
síðan að ríkið tók fram fyrir hendurnar á einstökum
mönnum um vinnureglur, bæði verkamönnum og vinnu-
veitöndum. Menn verða að gæta þess, að jafnvel mannúð-
arfyllstu vinnuveitendur, sem búa við samkeppnisfyrir-
komulag, geta eklu stytt vinnutímann eða afnumið sunnu-