Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 158
S A M V I N N A N
380
brugðið og það jafnvel innan verkamannastéttarinnar.
Menn hafa fullyrt, að örleiki sá, sem þar er á allri fram-
leiðslu, sé að nokkru leyti þeirri miklu eyðslu að þakka.
Það getur verið, að hún örvi framleiðsluna, en það er þá
líka eyðslunni að kenna, að verkamenn þar eru ekki eins
vel megandi og ætla mætti af því, hve há launin eru.
Binsvegar er það sparsemi að þakka, að frönsk alþýða
getur lifað góðu lífi á þeim tekjum, sem Ameríkumenn
mundu ekki vilja líta við.
Og það er ekki aðeins í neyzlu einstakra heimila,
sem hægt er að viðhafa slíka sparsemi, hún á ekki síður
heima í þjóðarneyzlunni í heild. En þetta er atriði, sem
furðu lítið hefir verið rætt og ritað um. í verki hafa
aftur á móti orðið miklar framfarir í þessum efnum á
síðustu áratugum. I fyrsta lagi hefir mönnum lærzt að
hagnýta úrgang afarmikið, svo sem við gasgerð, hreinsun
steinolíu, kembing ullar o. fl. Hita bræðsluofnanna hafa
menn notað til ýmislegrar iðju; úr matarúrgangi hafa
menn unnið ýmis gagnleg efni o. s. frv. I öðru lagi hefir
mönnum lærzt að geyma betur en áður ýmsar fæðuteg-
undir, sérstaklega með kælingu eða frystingu, og er það
alþekkt nú í sambandi við flutning og geymslu kjöts,
fiskmetis, ávaxta, mjólkur o. fl. Og vegna allra þessara
uppfinninga sparast nú geysimikið af allskonar nytsemd-
um, sem áður fóru til spillis.
Og enn má bæta við. Margar þjóðir hagnýta illa
auðsuppsprettur síns eigin lands. Einhver bezti kostur
tollverndar, sé henni beitt skynsamlega, er sá, ef hún
getur alið þjóðirnar upp í þeim efnum, kennt þeim að
hagnýta betur sín eigin úrræði. Ameríski hagfræðingur-
inn Patten segir t. d. um baðmull og maís, sem eru inn-
lendar vörur í Bandaríkjunum, að það hvorttveggja mætti
hæglega nota í stað ullar og korns, sem inn er flutt.
í'yrir nokkru var gerð í Englandi alleinkennileg tilraun
í svipuðum tilgangi. Hún var sú, að hagnýta betur dags-
birtuna, sem frá náttúrunnar hendi er miður heppilega
skipt niður á Englandi eins og víðar, dagarnir allt of