Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 152
374
S A M V I N N A N
því farið, að þau afskipti flyttist fljótlega yfir á neyzl-
una líka. Það er eðlilegt, að afskiptin af framleiðöndun-
um færðist einnig yfir á neytendur. En nú var það nýtt
merki, sem ríkið barðist undir, og það var þ j ó ð f é-
1 a g s h e i 1 s u v e r n d. Og nú á tímum er næstum ein-
göngu vitnað til heilbrigðismálanna, þegar menn vilja rétt-
læta afskipti ríkisins af neyzlunni.
Óhófstilskipanirnar gömlu eru úr sögunni, ekki aðeins
af því að þær náðu ekki tilgangi sínum, heldur einnig af
því, að það er ókleift og varasamt að draga markalínu
milli þess, sem þarft er og óþarft. En skattar þeir, sem
lagðir eru nú á dögum á ýmsa munaðarvöru og viss störf
(svo sem á bíla, á skógarverði í Frakklandi, þjóna í ýms-
um löndum) verka á svipaðan hátt og óhóístilskipanirn-
ar fornu.
Afskipti ríkisins af neyzlunni má greina sundur á
fimm vegu.
1. Ríkið getur tryggt neytöndum n æ g a n v ö r u-
f o r ð a. Fyrr á tímum náði sú umhyggja aðeins til mat-
væla og fyrst og fremst kornvöru. Vér höfum hér á und-
an drepið á aðgerðir ríkjanna í þessum efnum á fyrri
öldum. Um það hafa verið ritaðar heilar bækur. Nú á
tímum má telja slík afskipti ríkjanna orðin úrelt, þegar
svo er komið málum, að menn óttast meira offramleiðslu
en hallæri.
2. Ríkið getur verndað neytendur gegn v e r ð h æ k k-
un á nauðsynjavörum, sem gæti haft þær af-
leiðingar, að fátæku stéttunum yrði ókleift að afla sér
þeirra. En slíkar aðgerðir eru náskyldar því, sem nefnt
var hér í 1. grein, og hafa aðallega komið til fram-
kvæmda í sambandi við brauðmat og kjötmeti. Til eru lög
í Frakklandi frá stjórnarbyltingunni miklu, gefin út 22.
júlí 1791, þar sem sveitunum er veitt heimild til að ákveða
verð á brauði og kjöti. Til slíkra ráða er einnig oft gripið
á stríðsárum, þegar öll viðskipti ganga úr réttum skorð-
um.