Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 33
SAMVINNAN
255
nemur, veitir ríkið báðum aðiljum stuðning með því að
skuldbinda sig til að veita hverjum styrkþega 50 mörk.
Tryggt er í tryggingarfélögum ríkisins, sem stofnuð eru
eingöngu í því augnamiði. Þetta mikla tryggingarkerfi er
stórkostlegasta tilraun, sem gerð hefir verið af því tagi.
Það nær ekki aðeins yfir alla verkamannastéttina, í eig-
inlegri merkingu þess orðs, heldur einnig alla aðra menn
í þjónustu annarra, svo sem búðarþjóna o. fl., sem eru í
lægsta launaflokki, samtals um 25 miljónir manna. Það
borgar árlega um og yfir 850 miljónir marka í trygg-
ingarfé og styrki handa sjúklingum, öryrkjum og elli-
hrumum. Það hefir þegar safnað fé, sem nemur yfir 2500
miljónum franka.
Enda þótt þýzka ríkistryggingin hafi orðið fyrir all-
hörðum árásum og gagnrýni1), hefir hún að meira eða
minna leyti orðið til fyrirmyndar í löggjöf marga ann-
arra landa um þetta efni. Það munum vér sjá síðar í sam-
bandi við yfirlit það, sem hér fer á eftir um ýmsa styrkt-
ar- og tryggingarstarfsemi.
1. Sjúkratryggingar.
Sjúkdómshættan er sú hætta, sem hægast er að
draga úr að því leyti, sem hún kemur við afkomu manna
l) Arásunum má skipta í tvo flokka. í fyrsta lagi eru þær,
sem miða að grundvallaratriðum kerfisins — afskiptum rikis-
ins af fjárhag einstakra manna, tryggingarskyldunni, íþyng-
ing framleiðslunnar með nýjum og tilfinnanlegum kostnaði (ár-
ið 1908 greiddu t. d. vinnuveitendur 389 miijónir marka og
verkamennirnir 328 miljónir t.il trygginganna), ennfremur auk-
in útgjöld ríkisins. — I öðru lagi eru þær árásir, sem beinast
að tryggingarkerfi þýzka ríkisins m. a. þær, hve mikið skrif-
stofubákn þær hafi í för með sér, þvi að bókun á öllu því, sem
við kemur tryggingunni, er mjög nákvæm. Árið 1908 var allur
starfrækslukostnaður 64 miljónir marka — 8,7% af útgjöldum
ríkisins. Ennfremur er þvi haldið fram, að þessar tryggingar
dragi úr þróun almennra og óháðra hjálparsjóða, og þá er enn
bent á, hve lágir aldursstyrkirnir eru (árið 1908 voru þeir að
meðaltali 163,15 mörk) o. fl., o. fl.