Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 48
270
SAMVINNAN
lætur þá vera hjálparlausa, sem skortir fyrirhyggju, og
þó geta margir þeirra verið bágstaddari heldur en þeir eru
fyrirhyggjulausir og því verðskuldað fyllilega hjálp og
meðaumkun almennings. Að vísu geta þeir flúið á náðir
almenns fátækraframfæris1).
c) R í k i s s t y r k u r. Það fyrirkomulag er ólíkt
hinum að því leyti, að það er ekki grundvallað á neinnl
tryggingu. Það styðst við þá skoðun, að það sé skylda
alþjóðar að sjá þegnunum fyrir framfæri í ellinni, sem
virðulegra sé en fátækraframfæri. í nokkrum löndum
hafa menn komið því á, að ríkið veitti fátækum mönnum
ellistyrk, þegar þeir geta ekki séð fyrir sér sjálfir.
í Danmörku var það lögtekið árið 1891, að fátækl-
ingar yfir sextugt, sem þess þætti verðugir, skyldi fá
árlegan ellistyrk, og skyldi sveitin ráða, hve hár hann
væri, enda greiddi hún hann að hálfu og ríkið að hálfu-
— Nálægt aldamótunum 1900 var lögtekinn í Ástralíu
hreinn og beinn ríkisstyrkur, þar sem öllum þegnum yfir
65 ára aldur var ákveðinn ríkisstyrkur, svo framarlega
sem tekjur þeirra væri undir vissu lágmarki.
í stóra-Bretlandi hefir þetta fyrirkomulag verið
framkvæmt í stórum stíl. Með lögunum frá 1. ágúst 1908
um Old Age Pensions hefir ríkið ákveðið að veita
öllum ellistyrk, sem eru allslausir í ellinni eða hafa tekj-
ur, sem eru undir vissu lágmarki; og þetta gerir ríkið
endurgjaldslaust og án þess að heimta nokkuð á móti af
verkamönnum eða vinnuveitöndum. Hæð styrksins er
reiknuð þannig, að það tryggir fátæklingnum alltaf viss-
ar lágmarkstekjur, og ef hann hefir einhverjar tekjur
Eftir belgíska fyrirkomulaginu er það ekki aðeins ríkið,
heldur einnig sveitirnar, sem veita styrk til stuðnings trygg-
ingunum, svo að stundum geta framlög einstaklinganna jafnvcl
fimmfaldazt. Reyndar á þetta aðeins við um lág iðgjöld, sern
ekki fara fram úr 15 frönkum á ári. Ríkið hjálpar helzt þeim,
sem minnst leggja fram sjálfir, og þar sem þeir eru tiltölulega
fáir, verður tilkostnaður þess ekki ýkja mikill að öllu sam-
töldu.