Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 139
SAMVINNAN
361
algengt, að bæjarfélög taki þannig í taumana. SömuleiSis
í Englandi. Þar hafa menn farið svo langt, að ef dánar-
tala í einhverjum borgarhluta fer fram úr vissu marki
og lélegum húsakynnum er um kennt, þá lætur bæjarfélag-
ið rífa húsin og reisa ný, sem leigð eru eftir kostnaðar-
verði. f Lundúnum hafa t. d. verið reist slík hús fyrir
meira en 50 miljónir franka, og þar með gerðar nýjar
íbúðir fyrir 300000 manns.
Varasamt mundi þó vara að taka upp þennan sið al-
mennt. Ef bæjarfélög taka mjög lága leigu eða jafnvel
enga, myndi þau ekki standast það til lengdar, og þetta
gæti líka orðið til þess að fjölga íbúum stórborganna. Ef
menn gæti búið ókeypis í París, þá myndi enginn Frakki
neita sér um þau þægindi. En ef bæjarfélagið heimtar
leigu af mönnum og krefst þess, að þeir standi í skilum,
þá er hætt við að það verði jafnilla þokkað og aðrir hús-
eigendur, og tæpast gengur því betur en þeim að heimta
leiguna.
Með öllu því, sem nú hefir rætt verið, geta menn
unnið tvennt á: Annaðhvort aðeins það, að veita verka-
p. önnum kost á heilsusamlegum og ódýrum leigubústöð-
um, eða þá hitt, að gera þá að húseigöndum, með því að
láta þá greiða lágar árlegar afborganir í 15—20 ár. Af-
borganirnar mega þá ekki vera hærri en það, að þær
samsvari lágri húsaleigu.
Hið síðara af þessu tvennu hefir þótt og þykir enn
öllu æskilegra, og það er markið, sem flest byggingar-
samvinnufélög keppa að. Kostirnir eru margir við þetta
fyrirkomulag, meðal annars sá, að það kennir verkamönn-
um að spara, þeir finna hvers virði það er að eiga eign,
eiga heimili. Nú á síðustu tímum hafa menn þó fundið
þessu ýmislegt til foráttu. Ýmsir gallar fylgja því að eiga
hús, þó að kostirnir sé margir. Húseigandinn verður stað-
bundinn og getur síður flutt sig til eftir því, hvar vinna
býðst. Þannig verður hann háðari vinnuveitanda en ella.
Og sé það rétt skoðun, að húsnæðisvandræðin stafi af