Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 52
274
S A M V I N N A N
verða að viðurkenna vanmátt sinn til þeirra hluta. Hve
há myndi vera þau iðgjöld, sem greiða þarf til þess, að
ekkju og börnum sé tryggður styrkur, sem samsvai'i
launum mannsins? Þau iðgjöld yrði að vera allt að því
sjötti hluti vinnulaunanna (15%). Jafnvel hjá miðstétt-
inni eru slíkar tryggingar sjaldgæfar, af því að þær eru
svo dýrar; að minnsta kosti er það svo í Frakklandi.
Menn hafa þó gert ýmsar tilraunir í þessa átt, þótt
ekki sé um algera tryggingu gegn þessari hættu að
ræða. Menn hafa reynt að draga úr henni með því að
veita styrk til ekkna og munaðarlausra barna — ýmist
með því að stofna tryggingarsjóði eða þá með ríkishjálp..
Þannig er það til, að vinnuveitandi sé skyldaður til
styrkgreiðslu, þegar verkamaður bíður bana af slysi,
sem hlýzt af vinnu hans. Og fær þá ekkja verkamanns-
ins, börn hans eða foreldrar, styrk sem nemur frá 20 og
upp í 60% af vinnulaunum hans, og fer styrkhæðin eftir
fjárhag heimilisins og mannfjölda þeim, sem styrksins
á að njóta.
I Þýzkalandi var stigið nýtt spor í þessu efni í rétta.
átt með lögunum 1911 (Reichsversicherungs-
ordnung). Þar eru ákvæði um það, að ekkja fái ná-
lægt 200 franka styrk á ári (3/10 af öryrkjastyrk + 50
mörk frá ríkinu), ef maður hennar hefir verið tryggður
og hún sjálf tilheyrir verkamannastéttinni. Sömuleiðis fá
munaðarlaus börn nokkum styrk (fyrsta bai'nið fær ^/20
af öryrkjastyrk + 25 mörk frá ríkinu, og ef fleiri börn
eru, fá þau nokkru minna1). En til þess að fá slíkan styrk
þarf því miður að fullnægja fjöldamörgum skilyrðum,
svo að rétturinn til hans er oft aðeins á pappírnum.
í Englandi og þó sérstaklega í Bandaríkjunum eru
líftryggingarsjóðir mjög margir. En þeir tryggja aðeins
fyrir smáupphæðum og geta því ekki greitt af hendi allt
*) í Frakklandi eru ákvæði um það í lögunum um elli-
styrk, að ekkja og börn fái smástyrk, en aðeins í þrjá eðæ
sex mánuði.