Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 11
S A M V I N N A N
233
Að vísu mætti svara þessu sem svo, að ekkert sé til
að sanna það, að verkamenn hefði ekki getað unnið annað
eins á eða meira — og það án alls tjóns og áhættu —
með friðsamlegum samningum. Og menn geta nefnt Eng-
land sem dæmi þess, þar sem hækkun vinnulauna hefir
fengizt að mestu leyti, sjálfsagt að 9/i0 hlutum, með frið-
samlegum samningum milli verkamanna og vinnuveit-
anda. En menn muna þá ekki eftir því, að þessar frið-
samiegu samningaleiðir hafa því aðeins verið farnar, að
vinnuveitendur hafa óttazt verkföll. Sultarlaun verka-
kvenna sýna það, að minnsta kosti að nokkru leyti. Þau
stafa beint af þvf, að þær gera aldrei verkföll, og menn
vita, að þær gera það ekki.
Annað erfitt viðfangsefni er það, hvaða áhrif verk-
föllin geti haft á vöruverðið og að hve miklu leyti þau
koma þannig við neytendur. Það er mjög almenn skoðun,
að áhrifa þeirra á vöruverð gæti töluvert, og menn kenna
oft verkföllunum um hækkun vöruverðs. Það væri ósk-
andi, að þessi skoðun ynni meira og meira fylgi, því að
hún myndi kenna neytöndum að láta sér ekki á sama
standa um verkföllin, hún myndi sýna þeim fram á, að
það eru ekki aðeins verkföll járnbrautarþjóna og póst-
manna, sem koma þeim við. En játa verður það, að þessi
skoðun virðist ekki hafa mikið gildi frá fræðilegu sjónar-
miði. Menn geta að vísu stundum bent á, að almenn verð-
hækkun sé samfara verkföllum, en þegar svo stendur á,
er það allt eins líklegt, að verðhækkunin sé orsök verk-
fallanna, þvert á móti því, sem menn hafa hugsað sér.
Hækkun vöruverðs getur á tvennan hátt gefið tilefni til
verkfalla, bæði með því að hækka framfærslukostnað og
með því að auka höldsgróðann. Þegar það hvort tveggja
hækkar, eru verkamenn sérstaklega knúðir til þess að
leitt hafa af verkföllum þeim, sem hafa algerlega mistekizt. Auð-
vitað eru slík verkföll til tjóns, en þau eru færri en hin, svo að
í heild sinni hafa verkamenn unnið á og bætt kjör sín með
verkföllunum.