Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 172
394
S A M.V I N N A N
ef hann hefir enga aðra tryggingu en vinnu sína, en sé
hann líftryggður, getur hann veitt lánveitanda fullnægj-
andi tryggingu.
Skipulag tryggingar er algengt með þrennu móti:
1. Einfaldastar eru svonefndar ábyrgðartrygg-
ingar. Félagsmenn allir skuldbinda sig þá til að greiða
hver að sínum hluta þær skaðabætur, sem sá hlýtur, er
íyrir tjóni verður. Þessi tryggingaraðferð er allalgeng
meðal iðnaðarmanna, sem tryggja sig gegn slysum við
vinnuna, ennfremur meðal bænda, sem tryggja þannig
gegn gripatjóni. Til slíkra trygginga þarf hvorki stofnfé
né iðgjöld, en áhættan, sem henni fylgir, er mikil, og hún
er því ekki heppileg nema fyrir smáfélög efnaðra manna,
sem kunnugir eru hver öðrum.
2. Gagnkvæmar tryggingar gera ráð fyr-
ir iðgjöldum, sem reiknuð eru þannig, að þau nægi til að
bæta fyrirsjáanlegt tjón og mynda nokkum varasjóð.
Slíkar tryggingar hafa þó áhættu í för með sér, því að
ef tjónið reynist meira en áætlað var, verður annaðhvort
að heimta inn iðgjaldaauka eða draga úr skaðabótunum.
3. Af þeim sökum hefir sú tryggingaraðferð orðið al-
mennust, sem vinnur með föstum iðgjöldum,
og mætti nefna hana f j á r m a g n a ð a. Slíka trygg-
ingu hafa á hendi hlutafélög, sem safna geysimiklu fjár-
magni og ábyrgjast fulla skaðabótagreiðslu gegn því, að
greitt sé visst árlegt iðgjald.
Féiög þessi hafa verið einhver glæsilegustu stór-
gróðafyrirtæki á 19. öld. Sum þeirra hafa greitt hærri
ágóðahluta en hlutirnir voru sjálfir (og stundum var
hlutafé alls ekki innborgað, heldur aðeins tryggt með
ábyrgðum). Og gengi hlutabréfanna hefir stundum stigið
í hlutfallinu 1 : 20 og jafnvel 1 : 50. Þessi óeðlilegi gróði
og óskaplega fjármagn, sem safnazt hefir saman, hefir
hins vegar þann kost, að með þeim er tryggjöndum veitt
fullt öryggi.
En félög þessi greiða hluthöfum sínum í ágóða og
starfsmönnum í umboðslaun allt að því eins mikið fé og