Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 151
SAMVINNA N
373
augljóst, að tekjur mínar aukast jafnmikið og gjöld ferða-
mannanna.
Fjárflótti sá, sem hér hefir verið rætt um, á ekkert
skylt við það, þegar fé flyzt land úr landi vegna þess að
það er lagt í atvinnufyrirtæki.
VII.
Afskipti ríkisins af neyzlunni.
Á öllum tímum hafa ríkisstjórnir talið það skyldu
sína og hlutverk að vaka yfir því, að þegnar þeirra þyrfti
ekki að þola hallæri, óhæfilega dýrtíð eða að kaupa svikn-
ar vörur. Sönmleiðis hafa þær viljað takmarka og jafnvel
banna þá neyzlu, sem skaðleg gæti orðið almenningsheill.
Vér þurfum ekki annað en að minnast á frásögn biblíunn-
ar um kornforðabúrin hjá Faraó til þess að tryggja mönn-
um kornvörur sjö vondu árin. Einnig mættj nefna korn-
gjafirnar í Róm, sem komið var á á tímum Grachanna og
héldust við fram á keisaratímabilið, ennfrenmr ráðstafan-
ir þær, sem tíðkuðust í Frakklandi fram að stjórnarbylt-
ingunni miklu, um það að sjá fyrir því, að kornvöru þryti.
ekki á markaðnum, enn má nefna fornar tilskipanir um
hámai'ksverð vörutegunda, tilskipanir um óhóf, sem höfðu
inni að halda ýtarlegar ákvarðanir um klæðaburð, matar-
hæfi o. fl., og loks tíðkuðust óteljandi smásnmglegar reglu-
gerðir á gildistímum um vörur þær, sem hafðar voru á
boðstólum, ekki aðeins matvörur, heldur allar vörur, t. d.
vefnaðarvörur, þar sem svo mátti segja, að hver þráður
væri talinn.
Þegar atvinnan var gefin frjáls, var neyzlan einnig
gefin frjáls, og lengi vel hafði ríkið svo að segja engin
afskipti í þessum málum. Menn litu svo á, að hagsmun-
um neytandans væri bezt borgið í hans eigin höndum og
neyzlan sé algert einkafyrirbrigði, sem ekki komi ríkinu
við. En þegar afturhvarfið kom frá þessari stefnu og rík-
ið tók að skipta sér af verzlun og framleiðslu, gat ekki hjá