Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 154
376
S A M Y I X N A N
munum sínuni borgið?“ En sé það nú svo samt sem áður.
að nevtendur viti bezt sjálfir, hvað þeim hentar, þá ætti
einnig að mega treysta dómgreind þeirra, þegar þeir
kveðja löggjafana sér til hjálpar og aðstoðar, en það gera
þeir einmitt mjög víða.
Hins vegar neitum vér því ekki, að varnarráðstafanir
allar í þessum efnum eru mjög erfiðar. í fyrsta lagi er
heilbrigðisfræðin alls ekki óskeikul enn sem komið er, og
í öðru lagi er mjög erfitt að kveða á um það, hvort vara
er svikin eða ósvikin. Fæst matvæli eru óbreytt frá nátt-
úrunnar hendi, þeim er breytt á ýmsa vegu áður en þau
koma á markaðinn, og auðvitað kemur ekki til mála að
telja þær breytingar til vörusvika. En sé vatni bætt í
vín eða sykri, þá eru það talin vörusvik, og þó notar nátt-
úran sjálf tæpast önnur efni en vatn og sykur við gerð
vmsins. Þannig getur oft vei'ið mjótt á milli, hvort vara
ar svikin eða ósvikin, og við lagasetningu um þessi efni
verður að gæta hinnar mestu varúðar, en þar með er
ekki sagt, að lagasetning sé óþörf.
Að vísu geta samtök kaupandanna, svo sem kaupfélög
og önnur neyzlufélög, verndað neytendur í þessum efn-
um, sérstaklega er þau hafa rétt til ákæru fyrir svik. En
til þess þurfa þau að hafa lögin að bakhjarli. Og hins
vegar þurfa lögin að njóta aðstoðar félaganna, því að öðr-
um kosti er hætt við, að áhrifa þeirra gætti lítið.
4. Ríkið getur komið í veg fyrir neyzlu h e i 1 s u-
s p i 11 a n d i v ö r u t e g u n d a með því að banna til-
búning þeirra og sölu. Hitt, að banna neyzlu þeirra, myndi
reynast illframkvæmanlegt, og þar að auki yrði það talið
ganga of nærri persónufrelsi manna. Vér höfum áður
minnzt á sölubann áfengra drykkja í ýmsum ríkjum.
Einnig má benda á bann gegn ópíumneyzlu, sem komið
var á í Kína árið 1906. í Frakklandi er bannaður innflutn-
ingur og sala á ópíum, en ekki neyzla þess. En hún er
furðumikil samt, svo að menn óttast afleiðingar hennar.
í þessu sambandi mætti einnig nefna löggjafarstarf-