Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 150
372
S A M V I N N A N
ljóst, að fjárflóttamaðurinn veitir með nærveru sinm
ágóða því landi, sem hann dvelur í. En jafnaugljóst er,
að hann skaðar sitt eigið land með fjarveru sinni um
jafnmikið fé, því að ekki getur hann eytt þeim pening-
um heima eða hagnýtt þá, sem hann greiðir í öðru landi.
Ef til vill andmæla menn þessu á þann veg, að fjár-
flóttamaðurinn eyði ekki þessum peningum fyrir ekki
neitt, hann noti þá blátt áfram sér til lífsviðurværis í út-
landinu. Ef Englendingar eyði t. d. 50 miljónum franka
í Sviss, þá hafi þeir notað svissneskar vörur fyrir þetta
verð, svo að hér sé ekki um að ræða annað en skipti á
enskum og svissneskum vörum, þegar öllu er á botninn
hvolft, því að vel getur átt sér stað, að Svisslendingar
noti einmitt þessa ensku peninga til þess að kaupa fyrir
þá enskar vörur. En hér við er það að athuga, að óhætt
er að fullyrða, að þessar 50 miljónir eru miklu meira virði
en vörur þær, sem ensku gestirnir kaupa í Sviss. 1. Af
því að þeir kaupa þar allt dýrara en það kostar. Því
verður ekki á móti mælt, að tæpast er til sú ferðamanna-
borg í heimi, að kaupmenn hafi ekki tvenns konar verðlag
á vörum sínum, annað fyrir útlendinga, en hitt fyrir
landa sína. 2. í öðru lagi af því, að útlendingur greiðir
oft fé fyrir hagnýtingu nytsemda, sem eru þess eðlis, að
þær eyðast ekki við neyzluna. Þegar útlendingur leigir
sér heilt hús um sumartímann eða fær sér fylgdarmann
um ókunna stigu, til þess að geta notið góðviðris, horía
yfir blátt haf og hvíta fjallstinda, þá eyðir hann ekki
neinu af nytsemdum landsins. Hann greiðir landinu eins
konar rentu, í líkingu við þá, sem landeigandi fær, sem
ræður yfir einhverjum sérstökum náttúrugæðum. Og
hvers vegna ætti ekki fögur útsýn í Sviss, heiðbláar hafs-
víkur í Nizza, fossamir í Noregi og fomar minningar í
Italíu — hvers vegna ætti ekki allt þetta að vera löndum
þessum tekjulind, alveg eins og kolanámur og skógar.
Sama máli gegnir um einstaka menn. Ef ég á í land-
areign minni eitthvert náttúruundur, sem ég get selt að-
göngu að, svo sem helli, fomar rústir o. s. frv., þá er það