Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 73
S A M V I N N A N
295
-Að þeim eiga verkamenn sjálfir upptökin, þeir mjmda
með sér óháðan félagsskap til þess að geta bjargað sér án
vinnuveitanda, og aðstoð neyzlufélaganna liggur í því
einu að lána þeim fé og tryggja þeim viðskiptamenn. —
Sambandsfélögin eru aftur á móti þannig til komin, að
neyzlufélögin, annaðhvort í sambandi sín á milli (f e-
deration), eða einstök félög, ef þau eru nógu fjár-
sterk, stofna verksmiðjur til þess að framleiða fyrir sig
einhverja vörutegund, sem þau þurfa með til neyzlu.
Y’erkamennirnir, sem þau láta vinna fyrir sig, eru þá
venjulegir daglaunamenn, sem ekkert eiga í verksmiðj-
unni sjálfir og fá venjulega enga hlutdeild í arðinum held-
ur, því að neytendur taka hann allan í sinn vasa1). All-
hörð andmæli hafa komið fram gegn þessari aðferð og
kröfur um það, að verkamenn fái ekki aðeins hlutdeild í
arðinum, heldur einnig í eigninni sjálfri, og þeim kröf-
um hefir þegar verið fullnægt í skozka heildsölufélaginu
<W holesale Society).
XIII.
Framtíð frjálsra launasamninga.
Eitt af því, sem einkennir einna bezt mismunandi
stefnur innan hagfræðinnar, er svarið við þeirri spurn-
ingu, hvort vinnulaunakerfi nútímans eigi fyrir sér að
haldast áfram og áfram eða það sé aðeins millibilsástand
á þroskabraut fjárhagsmála og viðskipta.
Frjálslyndir hagfræðingar halda því fram, að núver-
andi launakerfi muni haldast í framtíðinni. Þeir líta svo
á, að launasamningar þeir, sem nú tíðkast, sé eina al-
menna formið, sem unnt sé að finna um endurgjald vinn-
J) Auðvitað fá þeir verkamenn, sem sjálfir eru í neyzlufé-
laginu, hlutdeild í arðinum, en það fá þeir sem neytendur, en
ekki sem framleiðendur.