Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 43
S A M V I N N A N
265
ekki greiddur yngri mönnum en sjötugum, svo að aðal-
greiðslumar eru fólgnar í öryrkjastyrknum. Árið 1909
var greitt í öryrkjastyrk að meðaltali 174 mörk á mann
(217 frankar) og í ellistyrk 163 mörk (204 frankar)1).
Með lögum frá 5. apríl 1910 hefir Frakkland komið
á skyldubundinni ellitryggingu verkamanna. Frönsku
lögin eru í mörgum atriðum í samhljóðan við þau þýzku,
meðal annars í þessum: 1. Iðgjaldagi’eiðslan fer fram
x) pýzka elli- og öryrkjatryggingin nær yfir 16 miljónir
manna. Tryggingarstofnanirnar taka árlega við 400 miljónum
franka i iðgjöldum frá verkamönnum, vinnuveitöndum og
ríkinu, ennfremur í vöxtum af því fé, sem þegar hefir verið
safnað, svo og í öðrum tekjum. En þær greiða ekki af hendi
nema rúmar 200 miljónir franka árlega, sem skiptist á milli
rúmlega miljón styrkþega, og þar af eru. flestir öryrkjar. En
hvað verður þá um afganginn? Nokkur hluti hans fer í rekst-
urskostnað (26 miijónir franka),- nokkur hluti fer til sjúkra-
hjálpar; en það, sem þá er eftir, er lagt fyrir til þess að nota
það i ellistyrki síðar meir, því að styrkþegum fjölgar jafnt og
þétt, eftir því sem þeir verða fleiri, sem ná styrkaldri og hafa
greitt iðgjöld að fullu. Með þessu móti safnast óhemju fé; í
stríðsbyrjun eða nokkru þar eftir, var það orðið yfir 2 miljarða
franka (þar með ekki taldir sjóðir sjúkra- og slysa-trygging-
anna. En þetta fé hefir verið notað til mjög nytsamlegra fyrir-
tækja, sérstaklega til þess að reisa ódýra bústaði (meira en
150 miljónir franka) og einnig til þess að koma á fót hælum
fyrir öryrkja og berklaveikt fólk. — Að vísu væri hægt að
haga því svo, að ekki væri innheimt meira en þörf krefur til
þess að greiða styrkina eins og þeir eru nú, i stað þess að
hafa iðgjöldin hærri en nauðsynlegt er til þess, eins og nú á
sér stað. það yrði léttari byrði fyrir samtíðina, en þyngri fyrir
framtíðina.
Iðgjöldin eru ekki í beinu eða nákvæmu hlutfalli við vinnu-
launin, heldur er gjaldöndum skipt í fimm flokka til hægðar-
auka, og er ákveðið gjald í hverjum flokki. Gjöldin eru greidd
vikulega og kvittað fyrir þau með ýmislega litum miðum, eftir
því í hverjum flokknum þau eru. Miðar þessir eru límdir i
bók, sem hver verkamaður hefir. Gjöldin eru mishá eftir hæð
vinnulaunanna, en fara venjulega ekki yfir 16 franka á ári
(þar við bætist jöfn upphæð, sem vinnuveitandi greiðir af
hendi).