Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 12
234
S A M V I N N A N
krefjast hærri vinnulauna. Og þá eru líka mest Iíkindi
til, að þeim takist ao fá kröfum sínum framgengt.
VIII.
Um sáttasamninga og gerðardóm.
Hvers vegna ætti menn ekki að reyna að ná sam-
komulagi með friðsamlegu móti, þegar árekstur verður
á milli vinnu og f j ár, í stað þess að grípa til ofbeldis verk-
fallanna, þar sem hnefinn er látinn ráða? I öllum löndum
er einmitt unnið að því. Sáttanefndir og gerðadóms-
nefndir, valdar af verkamönnum og vinnuveitöndum, eru
mjög víða komnar á fót, og þeim verður víða mjög mikið
ágengt.
Menn verða að greina vendilega á milli s á 11 a-
s e m j a r a og g e r ð a r d ó m s. Enda þótt tilgangurinn
sé hinn sami og aðiljar hinir sömu, er munurinn á þessu
tvennu mjög mikill, og er hann helzt þessi:
a) Sáttasamningar og gerðardómur fara fram sitt á
hvorum tíma. Sáttasamningar fara venjulega fram áður
en árekstur er orðinn og þeirra tilgangur er einmitt sá,
að koma í veg fyrir yfirvofandi árekstur. Gerðardómur
tekur eldvi við, fyrr en deilan hefir staðið um tíma, og
liiutverk hans er að skera úr þrætunni og jafna deiluna.
b) Aðferðirnar eru ólíkar. Við sáttasamninga eru
báðir aðiljar viðstaddir og hvor um sig reynir að sann-
i'æra hinn. í gerðardómi situr alltaf óvilhallur maður, og
hvor aðili reynir að sannfæra hann, alveg á sama hátt og
málfærslumenn gera gagnvart dómara.
c) Afleiðingamar eru ólíkar. Með því að reyna sátta-
samninga skuldbinda aðiljar sig ekki til neins. Ef öðrum
tekst ekki að sannfæra hinn, dregur hann sig í hlé, án
þess að nokkur árangur náist. Þegar gerðardómur fer
fram, er einhver lausn nauðsynleg. Og sú lausn verður
að vera fyrirfram viðurkennd af báðum aðiljum. Þess