Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 10
232
S A M V I N N A N
benda má á það, að sú hækkun hefir orðið eins mikil og
jafnvel meiri hjá þeim verkamönnum, sem aldrei hafa
gert verkfall og jafnvel tæplega haft nokkur samtök með
sér, t. d. jarðyrkjumönnum og vinnuhjúum. — En hvern-
ig stendur þá því? Ástæðan er sú, að verkafólk hefir
unnið óbeinlínis á því, að vinnulaunin hafa hækkað í
þeim atvinnugreinum, sem stundaðar eru af verkamönn-
um þeim, sem hafa samtök með sér. Vinnulaun til sveita
hafa hækkað vegna þess, að sveitaverkamenn hafa flúið
úr sveitunum til þess að vinna fyrir hærri launum í kaup-
stöðunum. Og á sama hátt hækka laun vinnuhjúa sam-
hliða launum iðnaðarmanna. Það eru því þær atvinnu-
greinar, sem unnar eru af verkamönnum félaganna, sem
ráða verðinu á vinnumarkaðinum. En allt fram að þessu
hafa samtakalausir og vesalir verkamenn orðið til þess
að draga niður verð vinnunar öllum framförum til meins,
bæði fjárhagslegum og siðferðilegum.
Menn segja líka, að verkamenn tapi meira en þeir
vinna á með verkföllunum, jafnvel þó að þau heppnist.
Þar með er átt við það, að vinnulaun þau, sem þeir missa
á meðan þeir eru vinnulausir, og sömuleiðis sparifé það,
sem þeir neyðast til að eyða sér til framfæris á meðan eða
til þess að borga með búðarskuldir sínar, geri meira en
að vega á móti hækkun þeirri á vinnulaunum, sem þeim
tekst að knýja fram með verkfallinu. En eftir reikning-
um, sem menn hafa gert í Frakklandi og Ítalíu er það
þvert á móti sýnt stærðfræðilega, að hækkun vinnulauna,
sem menn hafa knúið fram með verkföllum, er allmiklu
meiri en upphæð sú, sem tapazt hefir í vinnulaunum, á
meðan á verkfallinu stóð. Og þessir reikningar eru mið-
aðir við það, að hækkun vinnulaunanna standi aðeins eitt
ár — en vissulega er ekki litið of björtum augum á fram-
tíð verkamanna með því móti, því að sú launabót, sem
einu sinni hefir unnizt, tapast ekki svo auðveldlega
aftur1).
*) Aígangur verður jafnvel þótt frá sé dregin þau töp, seni