Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 57
S A M V I N N A N
279
og óviðráðanlegt atvinnuleysi annars vegar og uppgert at-
vinnuleysi eða iðjuleysi hins vegar. Ekkert félag hefir
viljað tryggja gegn þessari hættu, og þær fáu tilraunir,
sem gerðar hafa verið til þess af héraðs- eða sveita-
stjómum, hafa borið mjög lélegan árangur1). Menn geta
ímyndað sér, hversu margir myndi verða atvinnuleysingj-
ar, ef ríkið skuldbyndi sig til að veita þeim öllum styrk,
sem atvinnulausir eru.
I Englandi hafa menn þó ekki hikað við að koma á
skyldubundinni atvinnuleysistryggingu.
Með lögunum frá 1911, National Insurance
Act, sem einnig ná til sjúkra- og öryrkja-tryggingar,
■er skyldutrygging lögleidd fyrir verkamenn í ýmsum at-
vinnugreinum, þar sem mest hefir borið á atvinnuleysi.
Mnnuveitandi og verkamenn eru skyldaðir til þess að
greiða til hennar 5 penninga á viku (á hvem verkamann)
•og ríkið bætir við sem svarar þriðjungi þessarar upphæð-
ar, og fyrir þetta fær verkamaður rétt til þess að fá í
atvinnuleysisstyrk 1 shilling á dag í fimmtán vikur í
mesta lagi (að undanskilinni fyrstu atvinnuleysisAk-
unni). Þess er rétt að geta, að áhættan af þessu minnk-
ar að nokkru leyti við það, að samtímis var komið á mjög
fullkominni vinnumiðlun. Atvinnuskrifstofur (L a b o u r
Exchanges) hafa verið stofnaðar í öllum iðnaðarbæj-
um (yfir 400), og hlutverk þeirra er bæði að hafa á hendi
x) í Sviss hefir verið gerð sérstök tilraun í þessa átt í borg-
inni Galleu. þar var tekin upp skyldubundin trygging gegn at-
vinnuleysi. En við það varð að hætta eftir tvö ár, og hafði þá
tapazt mikið fé. Eins og fyrirsjáanlegt var, beiddust þeir heizt
styrktar, sem aldrei höfðu fengizt til að greiða iðgjöld. En
betri verkamennirnir, sem aldrei voru atvinnulausir, hættu
brátt að greiða iðgjöldin handa hinum lélegri, sem alltaf voru
atvinnulausir. En þrátt fyrir þetta á skyldutrygging gegn at-
vinnuleysi ýmsa formælendur, og komu þeir fram á alþjóða-
samkomu atvinnuleysingja í París í september 1910.
Atvinnuleysistrygging hefir tokizt bezt í þeim borgum, þar
sem hún er algerlega frjáls, svo sem í Basel, Bern, Köln og
wiðar.