Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 64
286
SAMVINNAN
verkamönnum hlýtur að vera með öllu ókunnugt um.
Sönnunin fyrir þessu er sú, að alstaðar ber það við, að
eitt fyrirtæki græðir, en annað tapar, enda þótt bæði sé
algerlega eins skipuð verkamönnum (svo er t. d. algengt
um ýmis fyrirtæki í Frakklandi, svo sem námur, járn-
brautir o. fl.).
Ef menn vilja þar með halda því fram, að vinnuveit-
andinn græði eingöngu af því, að hann sé slunginn kaup-
maður, en ekki af því t. d., að hann er verksmiðjueigandi,
þá er sú skoðun röng. Ef menn aftur á móti eiga við það,
að höldsgróðinn sé fyrst og fremst kominn undir heppi-
lc-gum aðstæðum, þá getum vér viðurkenm það, því að
þannig munum vér skýra höldsgróðann hér síðan.
En þá spyrja menn sem gvo: Hvers vegna mega
verkamenn ekki njóta góðs af þessum heppilegu andstæð-
um? Ekki hefði þær orðið til án þeirra tilverknaðar. Og
takið eftir því, að mönnum finnst eðlilegt að hluthafar í
stóriðjufélögum njóti góðs af þeim, og er þó gróðinn
áreiðanlega ennþá síður þ e i r r a verk en verkamann-
anna.
En hvað sem um þetta er, þá hefir hlutdeildin í ágóð-
anum ekki reynzt eins góð lausn vandamálsins og menn
höfðu gert sér vonir um. Og í mörgum löndum hefir þeim
fyrirtækjum fækkað á síðari áratugum, sem viðhafa
þessa aðferð.
En misheppni þessarar aðferðar stafar að miklu
leyti af andúð þeirri, sem nú á dögum er almenn gegn því,
að vinnuveitendur gerist verndarar verkamanna, eins og
yfirleitt gegn öllu, sem stuðlar að betri sambúð þeirra á
milli. Báðir aðiljar, þ. e. verkamenn og vinnuveitendur,
keppa einmitt að því að ná sem mestu sjálfstæði hvor
fyrir sig. En hlutdeildin í ágóðanum, segir franskur rit-
höfundur, er bundin því skilyrði, að góður andi
sé í viðskiptum vinnuveitanda og verkamanna; en sá góði
andi er sjaldgæfur.
En samt sem áður er ekki fullreynt enn um hlut-
deildina í ágóðanum. í fyrsta lagi er þess að geta, að til